Hús dagsins: Helgamagrastræti 27

Helgamagrastræti 27 stendur á norðaustan megin á horninu við Bjarkarstíg.P5030903 Norðan við húsið er lóð leikskólans Hólmasólar, en þar hefur verið leikvöllur frá miðri 20. öld. Húsið byggði Geir Sæmundsson en hann fékk árið 1945 leyfi til að reisa hús, eina hæð á háum kjallara, byggt úr steinsteypu með steinlofti og flötu steinþaki. Grunnflötur ferningslaga; 9,6x9,6m að viðbættu útskoti að austan, 1x4,1m. Teikningarnar að húsinu gerði bróðir Geirs, Tryggvi Sæmundsson byggingafræðingur og múrarameistari.  

Helgamagrastræti 27 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara (jarðhæð) og með lágu valmaþaki. Horngluggar í anda funkisstefnunnar eru til suðurs, og inngöngudyr og steyptar tröppur upp að þeim á framhlið, í skjóli við útskot til austurs. Bárujárn er á þaki og veggir múrhúðaðir. Enda þótt byggingarleyfi hafi miðast við flatt þak er ekki að sjá á gögnum á Landupplýsingakerfi eða í Húsakönnun 2015, að valmaþakið hafi verið byggt síðar.

Geir Sæmundsson, sem byggði húsið, starfaði sem trésmiður. Hann nam þá iðn hjá Adam Magnússyni (Bjarkarstígur 2) og vann hjá honum lengi vel. Geir var kvæntur Elínu Sveinsdóttur frá Steindyrum á Látraströnd, en Geir var fæddur á Hjalteyri. Þau Elín og Geir bjuggu hér í rúma hálfa öld, eða allt til ársins 1998 og hafa líkast til alla tíð haldið húsi og garði við af alúð og natni. Líkt og víða annars staðar á Brekkunni er lóðin prýdd trjám og öðrum gróðri. Ber þar mikið á gróskumiklum birki- og reynitrjám nær allan hringinn um lóðina. Væntanlega eru þau tré gróðursett af þeim Geir Sæmundssyni og Elínu Sveinsdóttur. Húsið, sem mun nokkurn veginn í upprunalegri mynd að ytra byrði, er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði í umhverfi sínu, og hlýtur það varðveislugildi 1 í Húsakönnun 2015, sem hluti af áhugaverðri heild og fær þar umsögnina: „Húsið sér vel í götumyndinni og er hluti af samfelldri röð funkishúsa“ (Ak. bær, Teiknistofa Arkitekta 2015: 91)  Tvær íbúðir eru í húsinu. Myndin er tekin á sólríkum vordegi, 3. maí 2019.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1022, þ. 15. júní 1945 Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 25. ágúst 2019

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 420164

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband