Hús dagsins: Helgamagrastræti 28

Í ágúst 1944 fékk Gísli Kristjánsson útgerðarmaður frá Norðfirði lóð og byggingarleyfiP5030907 á Helgamagrastræti 28. Húsið átti að byggjast úr steinsteypu, ein hæð á kjallara með valmaþaki, 12,2x9,5m að útskots að vestanverðu, 6,0x1,0m. Af einhverjum ástæðum setti Bygginganefnd Gísla það skilyrði fyrir byggingaleyfinu, að bygging skyldi hafin eigi síðar en 21. mars 1945. Að öllum líkindum hefur það gengið eftir, því 75 árum síðar stendur þetta stórglæsilega steinsteypuhús á Helgamagrastræti 28. Teikningarnar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson.

Helgamagrastræti 28 er einlyft steinhús á háum kjallara og með lágu valmaþaki. Útskot til vesturs á framhlið og í kverkinni á milli eru svalir sem skaga út fyrir suðurhlið og áfastur er sólpallur. Einfaldir lóðréttir póstar eru í gluggum og bárujárn er á þaki en veggir eru múrhúðaðir. Þau Gísli Kristjánsson og Fanny Ingvarsdóttir, sem bæði voru frá Norðfirði (Gísli var reyndar fæddur í Mjóafirði) bjuggu hér í áratug eða til ársins 1955. Árið 1960 mun eigandi Helgamagrastrætis 28 vera Andrés Pétursson, en ýmsir hafa átt húsið og búið hér gegn um tíðina. Húsið hefur þó líklega tekið mjög litlum breytingum gegn um tíðina, en jafnframt hlotið gott viðhald. Það er allavega í afbragðs góðri hirðu og lítur mjög vel út, nýlegur sólpallur er á lóð sem hefur nokkuð nýlega (fyrir fáeinum árum) hlotið endurbætur. Allur frágangur á húsi og lóð er hinn snyrtilegasti og til prýði í umhverfinu. Sem hornhús tekur Helgamagrastræti að nokkru leyti einnig þátt í götumynd Bjarkarstígs. Húsið, sem er einbýlishús, hlýtur varðveislugildi 1 í Húsakönnun 2015 sem hluti af áhugaverðri heild. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.  

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 986, þ. 18. ágúst 1944 Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 30. ágúst 2019

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 86
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 562
  • Frá upphafi: 417783

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 359
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband