Hús dagsins: Glerárgata 16

Þann 5. apríl 1946 settist Skarphéðinn nokkur Guðnason niður við bréfaskriftir.P1190990 Skrifaði hann tvö bréf til Byggingarnefndar Akureyrarkaupstaðar. Annað bréfið sneri að löggildingu hans sem byggingarmeistara og hitt varðandi byggingarleyfi á lóð, sem honum hafði verið úthlutað við austanverða Hörgárbraut hálfum öðrum mánuði áður. Sótti hann um að reisa hús, 11,75x8,20m á grunnfleti, tvær hæðir á lágum grunni, útveggir og skilveggir úr steinsteypu en loft, gólf og þak úr timbri. Á fundi Byggingarnefndar þann 12. apríl hlaut Skarphéðinn löggildingu sem byggingarmeistari innan Akureyrarkaupstaðar og tveimur vikum síðar var honum veitt byggingarleyfið. Teikningarnar að húsinu gerði Stefán Reykjalín.

Glerárgata 16 er tvílyft steinsteypuhús með  lágu valmaþaki. Austanmegin á norðurhlið er útskot og svalir á efri hæð til vesturs og þá er einlyft viðbygging með einhalla þaki nyrst á bakhlið (austurhlið) Einfaldir, lóðréttir póstar eru í gluggum, veggir múrsléttaðir og bárujárn á þaki.

Skarphéðinn Guðnason, sem byggði húsið, var frá Hafrafellstungu í Öxarfirði. Hann starfaði sem múrari og trésmiður og fékk sem áður segir, löggildingu sem byggingarmeistari um svipað leyti og hann fékk byggingarleyfi fyrir Glerárgötu 16. Hann vann m.a. hjá Stefáni Reykjalín og hefur eflaust komið að byggingu margra húsa hér í bæ. Skarphéðinn var kvæntur Þuríði Jónsdóttur, sem einnig var Axfirðingur, frá Ærlækjarseli. Bjuggu þér um árabil, en frá upphafi var húsið tvíbýli og bjuggu þau á efri hæð en leigðu neðri hæðina. Skarphéðinn lést árið 1985, en Þuríður 1972. Hafa margir átt heima í húsinu og íbúðaskipan líklega ævinlega sú sama og í upphafi. Árið 1987 var byggt við húsið til austurs; einlyft geymslubygging við norðausturhorn. Teikningarnar að þeirri breytingu gerði Mikael Jóhannesson.

Glerárgata 16 er látlaust og reisulegt hús í funkisstíl, sem sómir sér vel í götumynd fjölförnustu götu Akureyrar. Lóð er gróin og vel hirt, sem og húsið sjálft og á lóðarmörkum er steyptur veggur með járnavirki. Ekki liggur fyrir húsakönnun um þetta svæði svo síðuhafi viti til, þannig að hugsanlegt varðveislugildi liggur ekki fyrir. En væri sá sem þetta ritar spurður álits, væri það, að götumynd Glerárgötu hefði mikið gildi, sem og húsin hvert fyrir sig. Tvær íbúðir eru í húsinu, ein á hvorri hæð. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1941-1948. Fundur nr. 1044, 23. feb. 1946. Fundur nr. 1050, 12. apríl 1946. Fundur nr. 1051, 26. apríl 1946. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 29. ágúst 2020

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 23
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 272
  • Frá upphafi: 451095

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband