Á degi íslenskrar náttúru

Í dag, 16. september, er dagur íslenskrar náttúru. Að því tilefni birti ég hér nokkrar myndir úr "nægtabrunni náttúrunnar". Ég ljósmynda nefnilega ýmislegt annað en hús- þó þau séu fyrirferðarmest á þessum vef hér.

P2030881

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Oftar en ekki eru birtar af plöntum og náttúrufyrirbærum í "sumarsins algræna skrúða" í tilefni þessa dags, en sjálfsagt að gefa fegurð vetrarins gaum líka. Hér er hrímþoka. Myndin er tekin 3. febrúar 2019 og þarna er horft til suðurs frá Torfunefsbryggju.

P8290990

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá hrikaleg klettabelti í fjallinu Tröllshöfða (1029m) framarlega í Eyjafirði. Þarna eru jarðlögin áberandi, líkt og lög í lagtertu (randalín) en hér er um ræða hraunlög sem runnu fyrir milljónum ára, á tímabili sem spannaði hundruð þúsund ára. Síðar gróf ísaldarskriðjökullinn sig í gegn um hraunlögin líkt og risavaxinn skurðgrafa og jarðýta, gróf dali og firði hlóð upp jökulruðningi. Myndin er tekin þann 29. ágúst 2020.

P8260993

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Íslenska sauðkindin er einstök náttúruperla". Þessar geðþekku skepnur ganga "villtar" um heiðar og afrétti á sumrin og breyta kjarngóðum gróðrinum í prótein. Bestar eru auðvitað kótilettur í raspi, með brúnni sósu, kartöflum, rauðkáli eða grænum, eða læri/hryggur með framagngreindu meðlæti. Þá klikkar kjötsúpan seint, saltkjötið eða innmaturinn... lambakjötið er einfaldlega algjör eðalfæða. Þessar voru á beit í Vaðlaheiðinni þann 26. ágúst, rétt við gamla þjóðveginn vestanmegin. 

PA050070

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Haustlyng. Kannski má segja að þarna mætist árstíðirnar, haust og vetur, en þarna er rautt lyng og ber innan um nýfallinn snjó. Myndin er tekin 8. október 2013, skammt frá skátaskálanum Valhöll í Vaðlaheiði.

P7280026

Líparítmyndanir í kambinum á milli Súlutinda. Mynd tekin 28. júlí 2014. 

P7240187

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyrarrós í Grafarlöndum, 24. júlí 2010.

P6130957

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skógarrjóður, neðarlega í Botnsskógi í Eyjafirði, 13. júní 2020.

 

Að lokum óska ég meistara Ómari Ragnarssyni til hamingju með stórafmæli dagsins, með kærum þökkum fyrir þá gleði og fróðleik, sem hann hefur miðlað til landsmanna gegnum áratuginalaughing 


Bloggfærslur 16. september 2020

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 54
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 303
  • Frá upphafi: 451126

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 242
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband