Hús dagsins: Rósenborg, áður Barnaskóli Akureyrar

p4250002.jpg Fyrsta Hús dagsins á árinu 2010 fagnar stórafmæli, 80 ára, á nýju ári. Þetta er gamli Barnaskóli Akureyrar sem einnig var nefndur Barnaskóli Íslands. Skólinn hefur án efa verið á sínum tíma ein mest áberandi bygging bæjarins en hann stendur á hæð ofan Grófargils* og var á sínum mikið hærri og stóð miklu hærra en stór hluti bæjarins. Húsið telst standa við Skólastíg 2 en lóð þess liggur einnig að Eyrarlandsvegi og Kaupangsstræti*. Barnaskólinn var reistur árið 1930 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og þótti hin glæsilegasta bygging í alla staði.  Það má teljast eðlilegur hluti skólahúsnæðis að með tímanum verða  þau of lítil fyrir starfsemina. Í tilfelli barnaskólans gerðist það á 20 árum en byggt var við hann árin 1949-50. Hornið á þeirri álmu ( með flötu þaki ) sést vinstra megin á myndinni. Húsið var skólahús í ein 75 ár en í júníbyrjun 2005 hringdi skólabjalla þarna í síðasta sinn. Þá hófust gagngerar endurbætur á húsinu sem miðuðu að því að gera það í senn löglegt undir nútíma starfsemi sem og að halda í upprunan. Það tókst með miklum sóma. Nú hýsir þetta hús félagsmiðstöðvar Akureyrar  og margar skrifstofur á vegum Akureyrarbæjar sem og handverksmiðstöðina Punktinn og ýmsa aðra starfsemi. Kallast húsið Rósenborg, en það nafn var niðurstaða kosninga vorið 2006 þar sem gestir hússins gátu lagt til nöfn. Raunar er erfitt er að finna samheiti yfir alla þá fjölmörgu og fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsinu en það orð sem notað yfir starfsemi Rósenborgar er Möguleikamiðstöð. Síðast en ekki síst má nefna að menningarmiðstöðin Húsið er rekin á efstu hæðum þessa húss. Þar hef ég verið í hópi fastagesta frá upphafi og einhverjir pistlanna á þessari síðu eru skrifaðir í tölvuverinu þar. Það er í dag staðsett í sömu stofu og neðri myndin er tekin. Myndin hér að neðan er sú fyrsta í Húsapistlunum mínum sem tekin  er inni í húsinu sem fjallað er um, en hún sýnir undirritaðan á góðri stund í Billjard eða Pool. Báðar myndirnar eru teknar 25.apríl 2006.

p4250003.jpg

*Flestir sem heimsótt hafa Akureyri kannast við Gilið, brekkuna bröttu uppúr Miðbænum. Það heitir raunar Grófargil og gatan sem upp það liggur er einmitt Kaupangsstræti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þakka þér fyfir þennan pistil. Vermir hjarta gamla Akureyringsins í mér.

Gísli Ingvarsson, 4.1.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Ekki málið. Gaman að sjá þegar menn kunna að meta pistlana. Sjálfsagt hafa margir lesendur setið á skólabekk í þessu húsi.

Arnór Bliki Hallmundsson, 4.1.2010 kl. 18:28

3 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir þetta :)

Ragnheiður , 5.1.2010 kl. 19:34

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Ekki málið

Arnór Bliki Hallmundsson, 6.1.2010 kl. 15:07

5 identicon

Snilldar pistill =) Þú ert alveg magnaður Nóri minn!

Mummi (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 14:00

6 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Ekki málið =) Þakka hólið...

Arnór Bliki Hallmundsson, 8.1.2010 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband