PÍ og fleiri tölur

Mér þykir sá danski ansi seigur með pí-ið. Sjálfur man ég mest 9 aukastafi 3,141592654 og hef ég þó heyrt að ég sé nokkuð lunkinn með tölur. Það hlýtur líka að taka hann dágóðan tíma að þylja alla þessa runu; ef hann segir 3 tölur á sekúndu tekur þetta hann 22544/3 = ca. 7500sekúndur eða rúmlega tvo klukkutíma. En það sem hann segir í lokin með hann eigi erfitt með muna afmælisdaga vakti athygli mína því það mun af mörgum talið mitt sérsvið. En það er svo með mig að ef ég sé fæðingardag/ár viðkomandi man ég það einhvernvegin alltaf, og ekki nóg með það: ég man afmælisdaga og aldur betur en nöfn. Ef ég man afmælisdaga fólks sem ég þekki lítið á ég mun auðveldara með að muna nöfnin og stundum hef ég staðið mig að því að muna afmælisdag og aldur einhvers en það er gjörsamlega stolið úr mér hvað hann heitir ! 


mbl.is Man pí með 22.544 aukastöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha þú ert snillingur!

Mummi (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 14:47

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þakka hólið!

Arnór Bliki Hallmundsson, 25.2.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 82
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 558
  • Frá upphafi: 417779

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 355
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband