Hús dagsins: Hafnarstræti 49; Hvammur

Tveir merkir skátafrömuðir komu mikið við sögu í síðustu færslu og því ep7040037.jpgkki úr vegi að fjalla um hús sem í áratugi hefur hýst starfsemi Akureyrskra skáta. En Hafnarstræti 49 var reist árið 1895 af Páli Briem amtmanni og valdi hann þessa staðsetningu ekki að ástæðulausu. En á þessum tíma voru Fjaran og innbærinn ( kallaðist einu nafni Akureyri ) og Oddeyrin tvö aðskilin byggðarlög. Á milli var brekka, snarbrött og oft illfær sem gekk alveg í sjó fram. Amtmaður ákvað að reisa hús í hvammi þarna sem var staðsettur nokkurn vegin miðju vegu milli Oddeyrar og Akureyrar. Nokkrum árum seinna voru reist á sama stað Barnaskóli (1900) og Samkomuhúsið (1906). Lengi vel var húsið kallað Amtmannshúsið og seinna Sýslumannshúsið en á eftir Páli Briem átti húsið Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður. Hvammurinn sem húsið stendur í var einnig nefndur eftir amt- og sýslumanni.  Skátarnir eignuðust húsið 1969 og kölluðu það Hvamm. Var það þá allt tekið í gegn að innan svo það hentaði samkomuhaldi en það mun vera lítið breytt að utan frá upprunalegu útliti. Um áratugaskeið var þarna miðstöð skátastarfs á Akureyri, en starfið dreifðist einnig á fleiri staði í bænum. Síðustu 23 árin hefur skátastarf á Akureyri verið undir nafni Skátafélagsins Klakks, en það félag var stofnað 1987. Árið 2005 var mestallt starf Klakks flutt að Umhverfis- og Útilífsmiðstöðinni Hömrum. Klakkur á þó enn húsið og er það stundum notað undir ýmsa viðburði.  Þess má að lokum geta að síðuhöfundur er sjálfur skáti og hefur setið ótal marga fundi og samkomur í þessu ágæta húsi. Myndin meðfylgjandi er tekin að kvöldi 4.júlí 2009. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 418
  • Frá upphafi: 420118

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 307
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband