Hús dagsins: Strandgata 21

Strandgata 21 er eitt af eldri húsum Oddeyrar, en það var reist 1886 af þeim Einari Pálssyni kaupmanni og Þórði Brynjólfssyni trésmiði.  Líklegast hafa þeir búið hvor á sinni hæð, en ekki ep3040045.jpgr fullvíst hvort húsið hafi verið tvílyft frá upphafi eða hækkað um eina hæð síðar. Alltént er það með þessu lagi á myndum frá aldamótum 1900.  Á þeim tíma var eigandi hússins Eggert Einarsson. Hann verslaði þarna en starfrækti einnig  öl- og gosdrykkjaverksmiðju . Gekk hann undir nafninu Eggert Límonaði. Þarna ólst upp sonur hans, Vernharður (1910-1952), á sinni tíð þekktur ævintýramaður sem m.a. var fyrsti maðurinn til að brjótast út af Litla-Hrauni, barðist í borgarastyrjöldum á Spáni og var á flótta undan kanadísku riddaralögreglunni. Þorlákur Axel Jónsson hefur nýlega tekið saman ævisögu Vernharðs og kallast hún Dagur Austan, mikil skemmtilesning þar á ferð. Eggert og fjölskylda hans bjuggu í húsinu um áratugaskeið, en eftir daga hans munu íbúaskipti hafa verið tíð. Á vesturgafli og bakhlið hússins eru miklar bakbyggingar sem reistar hafa verið gegn um tíðina, en einhverjar þeirra voru frá tíma gosdrykkjaverksmiðju Eggerts. Húsið er timburhús en hefur á sínum tíma verið múrhúðað eða forskalað, að öllu leyti nema bárujárn er á bakhlið. Ekki hefur verið búið í húsinu í fáeina tugi ára, en þar eru samkomusalir og hafa AA samtökin  þarna aðsetur sitt nú. Það er e.t.v. skemmtileg tilviljun að AA fundi í húsi þar sem áður fyrr var bruggað öl!  Myndin með þessari færslu er tekin 4.mars 2010.

Heimild: Þorlákur Axel Jónsson. (2009). Dagur Austan  Ævintýramaðurinn Vernharður Eggertsson. Akureyri: Völuspá útgáfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 431
  • Frá upphafi: 420131

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 320
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband