Hús dagsins: Hafnarstræti 86

Hafnarstræti 86 var reist 1903. Húsið er alls fjórar hæðir að meðtöp3060056.jpgldum kjallara og nokkuð sérstætt að gerð en að mörgu leyit dæmigert fyrir húsakynni efnafólks á þessum árum. Líklega hefur húsið komið tilhöggvið forsmíðað frá Noregi og síðan sett saman hér. Einkennandi fyrir húsið eru sérstæðir gluggapóstur og tveggja hæða svalir á suðurhlið með skrautrúðum og útskurði. Húsið var upprunalega timbur- eða panelklætt en hefur sennilega fengið bárujárnsklæðningu um 1920-30. Einn af fyrstu eigendum hússins hét Kristján Árnason og rak hann þar verslun sem kallaðist Eyjafjörður og hélst það nafn á húsinu lengi vel, en verslað var í húsinu í áratugi. Verslunarpláss var á fyrstu hæð og íbúðarrými á þeim efri.  Uppúr 1990 var húsið farið að láta nokkuð á sjá en hefur nú hlotið miklar endurbætur, bæði að utan sem innan. Nú eru að ég held þrjár íbúðir í húsinu, ein á hverri hæð. Myndin er tekin 6.mars 2010 en þá fór ég einmitt í gagngeran húsamyndunarleiðangur um þennan hluta Hafnarstrætis og neðri brekku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 741
  • Frá upphafi: 419877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 586
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband