Hús dagsins: Brekkugata 10 og 31

Enn held ég mig að hús Sveinbjarnar Jónsson og hér eru tvö þeirra en áður hef ég fjallað um Oddeyrargötu 15 (90) og Hafnarstræti 67 (84). En hér eru tvenn hús við Brekkugötu númer 10 og 31 en þau teiknaði Sveinbjörn og voru þau bæði byggð árið 1923. P7100088

Hér til hliðar er Brekkugata 10. Hana reisti Jónas Rafnar læknir árið 1923 en fjórum áður seinna varð hann yfirlæknir á Kristneshæli. (Þess má kannski einnig geta að elsti hluti Kristneshælis er líka teiknað af Sveinbirni Jónssyni og byggt úr R-steini) Laufey nokkur Benediktsdóttir átti húsið á eftir Jónasi og rak þarna þvottahús. Nú eru þarna að ég held þrjár íbúðir. Hér er horft á bakhlið hússins, miðað við að framhliðin snúi að Brekkugötu.

 Neðri myndin er af húsi talsvert ofar og hinu megin í Brekkugötunni þ.e. Brekkugötu 31. Er það árinu eldra en nr. 10 reist árið 1922 af Sigurði H. Austmann. Það er byggt úr R-steini líkt og flest hús eftir Sveinbjörn frá þessum tíma. Þetta er tvílyft á háum kjallara og nokkuð sérstakt að lögun, nánast ferningslaga á grunnfleti (reyndar er gengur stigabygging útúr húsinu bakatil), kassalaga með flötu þaki. Þá má greina steypt skraut eða kögur við þakbrúnir og steinhleðslur á köntum en það skraut meira áberandi fyrir ca. 10 árum þegar það var brúnmálað og húsið hvítt. Gluggapóstar efstu hæðar eru með upprunalegu lagi en gluggum neðri hæða hefur verið breytt. Þrjár íbúðir eru í húsinu, ein á hverri hæð. Elstu húsin sem reist voru úr steinsteypu (ca.1910-25) og R-steini báru mörg hver svipmót klassískra timburhúsa, sbr. Brekkugötu 10 en nr. 31 er dæmi þar sem leitast er við fikra sig áfram við sérstakan byggingarstíl steinhúsa. 

p7100087_1011717.jpgÉg býst við að birta einhver fleiri hús eftir Sveinbjörn Jónsson hér á síðunni, en þessi tvö ólíku hús sýna að hann var býsna fjölhæfur og frumlegur í hönnun húsa. Ég gæti notað næstu mánuði í að birta eingöngu hús eftir Sveinbjörn en hins vegar verður þetta aðeins sýnishorn hjá mér. Þessar tvær myndir tók ég þann 10.júlí sl.

 

 

 

 

Heimildir: Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson (1996). Byggingameistari í stein og stál; Saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982. Reykjavík: Fjölvi.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 420080

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband