Hús dagsins: Hafnarstræti 88

Bergsteinn Björnsson, athafnamaður, reistP7310002i hið mikla stórhýsi Hafnarstræti 88 árið 1900. Var það þá hæsta hús í bænum og eitt það stærsta en Snorrahús við Strandgötu 29 hefur líklega komist næst þessu húsi að stærð. En húsið er tvílyft timburhús á háum kjallara með háu risi og lofthæð virðist nokkuð mikil í húsinu. Húsið ber einkenni svokallaðra Sveitser húsa, en það voru norsk hús efnamanna, einkenndust af útskornu skrauti og miklum og oft sérstökum gluggum. Húsið er bárujárnsklætt og hefur líkast til verið það frá upphafi (sk. bárujárnssveitser). En sem áður segir mun húsið hafa verið það hæsta í bænum þegar það var reist. Trúlegast hefur það met ekki verið slegið fyrr en KEA húsið, 80 m norðar og hinu megin Hafnarstrætis, var reist 30 árum seinna. Ekki veit ég hæðina á húsinu en ég myndi giska á ca. 12-14 metra uppá mæni. En húsið hýsti bankastarfsemi á fyrstu áratugunum, Íslandsbanki hinn gamli var þarna frá 1904 til 1930 en 1930-39 starfaði Útvegsbankinn í húsinu. Þarna var einnig íbúð bankastjóra og þarna var einnig um tíma læknastofa og einnig íbúð læknisins Valdimars Steffensen. Þórbergur Þórðarson dvaldi í húsinu um tíma sumarið 1912 og gerði því seinna skil í Íslenskum Aðli (1938). Í kjallara og á 1. hæð hafa lengst af verið verslana- og skrifstofurými en íbúðir á efri hæðum. Um langt árabil var þó einnig búið á fyrstu hæð. Húsið hefur líkast til löngum verið eigu efnameira fólks eða fyrirtækja og því ævinlega hlotið nauðsynlegt viðhald og aldrei grotnað niður líkt og mörg ágæt hús á þessum aldri. Enda er húsið traustlegt og lýtur mjög vel út þó það sé komið á 12. áratuginn.  Nýlega hefur verið skipt um glugga í húsinu. Nú er í húsinu skóvinnustofa í kjallara og fasteignasala á 1. hæð og að ég held  þrjár íbúðir, tvær á annarri  hæð og ein í risi. Þessi mynd er tekin þann 31.júlí sl. Mannfjöldinn framan við eru þátttakendur í Sögugöngu Minjasafns Akureyrar um Mið- og Innbæinn og leiðsögumaður, Gísli Sigurgeirsson kvikmyndagerðarmaður og fyrrum fréttamaður stendur í tröppunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 608
  • Frá upphafi: 420081

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 458
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband