Hús dagsins: Menningarhúsið Hof (Strandgata 12)

Held það hljóti að liggja beinast við að Hús dagsins sé Menningarhús okkar Akureyringa, Hof en það er vígt í dag (eða á nákvæmlega sama tíma og þessi orð eru skrifuð um 16:00). Er þetta óneitanlega dálítil undantekning hjá mér því langflest hús sem ég tek fyrir eru yfir sjötugt og oftar en ekki á öðru hundraðinu í aldursárum. En bygging þessa mikla húss, sem telst standa við Strandgötu 12 hófst haustið 2006 en 15.júlí þ.á. var fyrsta skóflustungan tekin en líklega telst byggingarár hússins vera 2010, þ.e.árið sem byggingu er lokið. Fjölmargir iðnaðarmenn og verktakar komu að byggingu hússins en hönnun var í höndum Arkþings ehf.  P8280034En húsið mun vera 14m hátt á 4-5 hæðum, hringlaga að grunnfleti og klætt stuðlabergi. en í gegn um það mitt gengur mikill gangur ("almenningur") þar sem gengið er inní sali sem eru nokkrir misstórir. Þá er þarna kaffihús og minjagripaverslun og Tónlistarskóli Akureyrar hefur aðsetur sitt í húsinu. Hér er vefur hússins til nánari upplýsinga. Eins og allar stórframkvæmdir hefur bygging hússins ekki verið óumdeild og mörgum finnst húsið ljótt og óaðlaðandi og staðsetningin ekki til að bæta það. Margir telja einnig að fjármunum til byggingarinnar hefði verið betur varið í annað. En aðrir telja þetta mikla prýði og glæsilegt í alla staði og mikla lyftistöng fyrir menningarlífið í bænum. Að byggingin sé auk þess enn ein perlan í Miðbænum. Hinsvegar býst ég við að þegar fram líða stundir muni menn venjast húsinu og fyrr en varir þyki flestum það álíka sjálfsagt í bæjarmynd Akureyrar og t.d. kirkjan og kirkjutröppurnar, Samkomuhúsið og Lystigarðurinn. En myndin sem er hér efst t.h. er tekin fyrr í dag 28.ágúst 2010 á vígsludegi Hofs. Þá eru hér nokkrar svipmyndir innan úr húsinu:

P8280035 P8280038  P8280039

Hér er horft inní og yfir aðalrými hússins. Á efri myndum er horft til suðurs inní kaffisal og út um glugga má greina glæsilegt útsýnið fram Eyjafjörð til Vaðlaheiðar. Á neðri mynd er svo horft yfir almenningin til norðurs, að aðalanddyri. Þar sjást inngangar inní salina Hamra og Hamraborgir ( nöfnin koma frá býlum í landi Akureyrar) og við aðalinngang er minjagripaverslun, sem mig minnir að heiti Hrím.

Hér er svo mynd frá 3.mars 2007 nokkrum mánuðum eftir að bygging hússins hófst. Komin mynd á kjallara og uppsláttur risinn fyrir útvegg.

 P3030004

Að lokum óska ég  Akureyringum og landsmönnum öllum til hamingju með þetta nýja Menningarhús Akureyrar og vona að þetta eigi eftir að vera menninga- og listalífi og bæjarlífinu öllu til heilla.  Smile


mbl.is Menningarhús tekið í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 92
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 701
  • Frá upphafi: 419792

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 559
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband