Hús dagsins: Aðalstræti 6

Aðalstræti 6 er eitt af elstu húsum Akureyrar en það er byggt um 1845. p5290054.jpgFyrsti eigandi og íbúi var Grímur Laxdal bókbindari en óvíst er hvort hann byggði húsið. Húsið hefur líkast til upprunalega verið einfalt að gerð, einlyft með bröttu risi, ekki ósvipað og t.d. Laxdalshús. Stefán Thorarenssen, sem eignaðist húsið á eftir Grími (1862) stækkaði húsið hinsvegar og hefur líkast til byggt tvílyftu turnbygginguna sunnan við húsið.  Miðjukvistur hefur svo komið seinna og þá hefur einhverntíma verið byggt aftan við húsið, bæði skúr og inngöngupallur. Árið 1870 eignaðist húsið Hendrik Schiöth bakarameistari. Hendrik og Anna Schiöth, kona hans, voru áberandi fólk í bæjarlífinu á seinni hluta 19.aldar  en hann sinnti auk bakarastarfsins póstafgreiðslu og gjaldkerastörfum og mun sú afgreiðsla hafa verið í þessu húsi- og enn mun vera merki um peningaskáp í skorsteini hússins. Anna Schiöth var mikill garðayrkjufrömuður og ein stofnenda Lystigarðsins. Þá var hún mikilvirkur ljósmyndari og margar gamlar myndir til af Akureyri og Akureyringum eftir hana. Schiöth hjónin bjuggu hér til dauðadags, hún lést 1921 en hann 1923. Síðan hafa margir átt og eða leigt hér. Nú munu vera tvær íbúðir í húsinu, hvor á sinni hæð. Húsið er bárujárnsklætt og gluggapóstar einfaldir og enda þótt það sé gjörbreytt frá upphafi er það til mikillar prýði og vel við haldið. Þessi mynd er tekin sl. vor, 29.maí 2010.  ( Vegna staðsetningar er líklegt að vel flestir sem heimsótt hafa Akureyri kannist við Aðalstræti 6  en það er beint á móti mjög vinsælli ísbúð, Brynju. Það er í huga margra ein af skylduheimsóknum þegar komið er til Akureyrar að kíkja í Brynju og fá sér hinn óviðjafnanlega Brynjuís. ) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 144
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 753
  • Frá upphafi: 419844

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 596
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband