Hús dagsins: Strandgata 19b

Eitt af tilkomumestu húsum Oddeyrar stendur bakatil á horni Glerárgötu og Strandgötu, en það er nr. 19b við síðarnefndu götuna. pa100014.jpgÞað er byggt árið 1906, einlyft timburhús með háu portbyggðu risi, (lofthæð virðist dálítið meiri en gengur og gerist) á miklum kjallara. Helstu sérkenni hússins er glæsilegur miðjukvistur sem skagar fram fyrir húsið og er neðri hæð kvistsins anddyri. Þar eru skrautpóstar í gluggum og einnig er húsið skreytt útskurði; hefur öll helstu einkenni Sveitserhúsa. En Strandgötu 19b reisti Sigurjón Jóhannesson og nefndi hann húsið Laxamýri en hann hafði verið bóndi á Laxamýri í S-Þingeyjarsýslu um  áratugaskeið áður en hann reisti húsið. Sigurjón var faðir Jóhanns Sigurjónssonar rithöfundar og ljóðskálds, en meðal þekktra verka hans eru  leikritin um Galdra-Loft og Útilegumennina. Ýmisleg starfsemi hefur verið í þessu húsi, en lengi vel um og eftir miðja 20.öld átti Hjálpræðisherinn húsið og hafði þar samkomusal og aðstöðu. Þá átti bærinn húsið um árabil og hafði þar skrifstofur. Sl. 15-20 ár hefur húsið hins vegar verið íbúðarhús. Húsið er stórglæsilegt  og vel við haldið og hefur líkast til verið það alla tíð. Í húsinu er ein íbúð. Myndin er tekin í brakandi haustblíðu rétt um hádegi sl. sunnudag á þeirri skemmtilegu dagsetningu 10.10.'10.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 106
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 419806

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 572
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband