Hús dagsins: Lækjargata 4

PA230009Á alræmdu horni í Innbænum stendur þetta glæsilega tvílyfta timburhús, Lækjargata 4. Og af hverju segi ég "alræmdu" horni? Jú, þetta horn Spítalavegar og Lækjargötu þykir þröngt og leiðinlegt en bilið milli 4 og 6 er tiltölulega þröngt og húsin byrgja sýn til beggja átta, hvort sem komið er niður Spítalaveginn eða upp eða niður Lækjargötuna. Lengi vel stóð til að rífa húsið á móti, Lækjargötu 6, m.a. til að bæta útsýnið á þessum gatnamótum. En sem betur varð ekki af því. Auk þess var sett á einstefna upp Spítalaveginn sl. sumar ( sjá má innakstursbannskilti á myndinni) til að auðvelda umferð um þessar gömlu götur.

 En Lækjargötu 4 reisti Stefán Thorarensen árið 1870 og er húsið því 140 ára í ár. Upprunalega var húsið mun lægra en í fyrstu var það byggt sem hlaða. A.m.k. tvisvar hefur húsið verið stækkað eða breytt verulega. Líklega um aldamótin 1900 var húsinu  breytt  í skrifstofuhúsnæði og Carl Schiöth eignaðist það seinna og verslaði á neðri hæð og bjó á efri. Hann hækkaði húsið um eina hæð og um 1920 mun húsið hafa fengið þá mynd sem það hefur nú. Er líða tók á 20.öldina urðu eigenda- og leigjendaskipti tíð. Nú er húsið einbýli en líklegt þykir mér að íbúðir hafi löngum verið fleiri. Húsið var allt tekið í gegn um og uppúr 1990 og er nú stórglæsilegt að sjá. Þessi mynd er tekin 23.okt. 2010, en þá tók ég göngutúr um Innbæinn með myndavélina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 80
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 419780

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband