Hús dagsins: Aðalstræti 32

pa230008_1045337.jpgAðalstræti 32 eitt þeirra húsa sem ekki er gott að slá föstu hvenær er byggt. Fasteignamat segir byggingarárið 1888 en Steindór Steindórsson(1993) segir í bók sinni Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs að upprunasaga sé óljós en vitað sé að 1859 sé Kristján Magnússon sjómaður eigandi hússins. Þannig að húsið hljóti að vera a.m.k. 1859 eða eitthvað fyrr. Steindór getur þess hinsvegar ekki hvort um er að ræða sama hús og enn stendur eða ekki. Hugsanlegt að það hús hafi e.t.v. verið rifið og nýtt reist 1888. Byggingargerð hússins útilokar það alls ekki að það sé byggt fyrir 1859. En Aðalstræti 32 er lágreist einlyft timburhús með portbyggðu risi og lágri lofthæð. Veggir eru að mér sýnist klæddir asbesti. Á bakvið er tvílyft viðbygging með lágu risi og mun hún frá 4.áratug þessarar aldar. Húsið hefur lengst af skipst í  tvær litlar íbúðir en var líkast til einbýli í upphafi. Þarna bjuggu um áratugaskeið tvær konur, Kristín Ólafsdóttir(1901-2002) og Jóhanna Jónsdóttir (1900-2006) sem báðar urðu yfir 100ára. Þær  bjuggu enn í húsinu  2001 þegar Gísli Sigurgeirsson fréttamaður gerði um þær heimildamynd, Kjarnakonur, sem var að mig minnir sýnd á RúV og mun einhversstaðar fáanleg á DVD. Kristín hafði búið þarna frá 1930 og Jóhanna leigt efri hæðina frá því skömmu síðar. Sú síðarnefnda lést 2006, rúmlega 106ára og var þá elst allra Akureyringa. Ekki hefur að ég held verið búið í húsinu síðan 2004 og er það líkast til lítið breytt frá tíð heiðurskvennanna tveggja. Þessi mynd er tekin 23.okt. 2010.

Heimildir: Gísli Sigurgeirsson (2006). Kjarnakonur [mynddiskur] : um hvunndagshetjurnar Kristínu Ólafsdóttur og Jóhönnu Jónsdóttur í Aðalstræti 32. Akureyri: Listalíf.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Inní þetta hús væri frábært að koma fyrst engu hefur verið breytt frá tíð þeirra kvennannna, ég man eftir þessum þætti. Dásamlegar konur :)

Ragnheiður , 30.11.2010 kl. 14:43

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já ég held (án þess að vita það 100%) að húsið sé að mestu óbreytt frá því Jóhanna fór þaðan. Og já, þetta voru miklar heiðurskonur og höfðu margt fróðlegt fram að færa.

Arnór Bliki Hallmundsson, 2.12.2010 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 420080

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband