Hús dagsins: Aðalstræti 80

 Aðalstræti 80 er eitt fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið í Innbænum.pa230003.jpg Er það reist 1914 af Páli nokkrum Jónassyni. Er þetta einlyft á kjallara með risi og forstofubyggingu á norðurgafla; ekki er mér ljóst hvort hún hefur verið frá upphafi eða komið seinna. En húsið er nokkuð keimlíkt algengri gerð smærri timburhúsa, en slíkt er nokkuð einkennandi fyrir elstu steinhúsin. Enda um nýtt byggingarefni að ræða og kannski skiljanlegt að menn hafi ekki anað strax útí einhverja tilraunastarfsemi að byggja einhver furðuhýsi. Og Aðalstræti 80 er svo sannarlega ekkert furðuhýsi heldur stílhreint og látlaust og til mikillar prýði. Það mun vera einbýlishús og hefur líkast verið alla tíð. Eins og algengt er um húsin í Aðalstræti er lóðin stór og hana prýðir mikill gróður. Þessi mynd er tekin 23.október 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 165
  • Sl. sólarhring: 204
  • Sl. viku: 774
  • Frá upphafi: 419865

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 613
  • Gestir í dag: 122
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband