Hús dagsins: Aðalstræti 62

 pa230005.jpgAðalstræti 62 reisti Hallgrímur Kristjánsson gullsmiður árið 1850. Er það nokkuð hefðbundið að gerð fyrir hús þess tíma, einlyft með bröttu risi, dyr fyrir miðju og gluggar sitt hvoru megin við þær. Húsið er klætt steinblikki og bárujárni á þaki og í því eru nýlegir sexrúðugluggar Í Akureyrarbók Steindórs Steindórssonar (1993) er þetta hús sagt eitt af fáum eldri húsum sem enn standa lítið breytt frá upphafi og nefnt að þar séu enn upprunalegar hurðir, yfir 140 ára gamlar. Hafi þeim ekki verið skipt út gildir hið nákvæmlega sama- nema hvað hurðirnar eru þá orðnar 160 ára. Sennilega hefur lítið sem ekkert verið byggt við húsið. Húsið hefur tiltölulega sjaldan skipt um eigendur miðað við aldur var t.d. í eigu sama manns frá 1930-80 og dóttur hans eftir það, og er hún eigandi þess þegar áðurnefnd er Akureyrarbók er rituð 1993. Þessi maður var Ármann Dalmannsson, forstjóri og mikill skógræktarfrömuður og mun hann hafa ræktað lóðina upp að mestu. En hún er víðáttumikil og hana prýðir mikill og smekklegur trjágróður en slíkt er alls ekki óalgengt með húsin í Fjörunni. Bæði gróskumikill garðurinn og húsið eru til mikillar prýði í umhverfinu sem er svo sannarlega ekki af verri endanum- en margir telja Fjöruna og Aðalstrætið einn mest aðlaðandi stað Akureyrar, þar sem gömlu húsin og grónu garðarnir standa undir snarbrattri Bæjarbrekkunni. Ekki spillir að viðhald bæði húsanna og lóðana er nær undantekningalaust fyrsta flokks. Gatan er líka vel staðsett, því allir sem eiga leið til eða frá Flugvelli eiga leið þar framhjá og einnig blasir hún við öllum sem eiga leið um þjóðveg 1 austan að. Þessi mynd er tekin 23.okt. 2010. 

Heimild: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þess má kannski geta að lengi vel lá þjóðbrautin gegn um Akureyri um Aðalstrætið eða þar til Drottningarbrautin var lögð 1973. Ég hreinlega byði ekki í það ef öll umferðin í dag lægi um Aðalstrætið- en hefði raunin orðið sú væri ekki ólíklegt að að það hefði verið breikkað og lagðar tvær eða fjórar akreinar. Slíkt var gert við aðra gamla og rótgróna götu, Strandgötu, uppúr 1990. Nú er sú gata tvær aðskildar reinar en gamla gatan var nýtt sem bílastæði.

Arnór Bliki Hallmundsson, 17.12.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 114
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 723
  • Frá upphafi: 419814

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 580
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband