Hús dagsins: Hríseyjargata 21; "Langavitleysa"

p2120033.jpgHríseyjargata er neðsta íbúðarþvergatan sem gengur norður úr Strandgötu. Hún er líka sú næstlengsta af þeim á eftir Norðurgötu. Hún er mikið yngri (þ.e. húsin við hana) en efri göturnar, Lundargata, syðsti hluti Norðurgötu og Grundargata  en hún byggðist aðallega árin 1920-40. Hinar göturnar voru flestar byggðar fyrir 1900.

En húsið á meðfylgjandi mynd er það efsta við Hríseyjargötu, er númer 21. Er þetta einlyft steinhús með söðulþaki* byggt eftir teikningum Halldórs Halldórssonar árið 1942. Húsið  er sennilega fyrsta skipulagða raðhús Akureyrar en í því eru fjórar íbúðir. Gránufélagsgata 39-41, töluvert eldra hús sunnar á Eyrinni, eftir sama teiknara, er að vísu þrenn hús í röð en það myndi frekar flokkast sem fjölbýlishús eða blokk frekar en raðhús. Hríseyjargata 21 er að nokkru leiti undir áhrifum frá svoköllum fúnkís stíl sem var mjög ríkjandi í húsbyggingum á þessum tíma. Helstu sérkenni fúnkíshúsa var ferningslaga grunnflötur, valmaþak og gluggar á hornum- sem eru reyndar ekki í þessu húsi. En flest slík hús voru sem áður segir nær ferningslaga með valmaþaki og það gildir um mörg hús í næsta nágrenni, en þetta er svolítið einsog slíkt hús hafi verið teygt um þrjár lengdir.  Þetta þótti því svolítið sérstakt að gerð og talsvert ráðandi í umhverfinu og hefur húsið löngum verið kallað Langavitleysa. Það þykir mér eiginlega dálítið niðrandi viðurnefni á þessu húsi sem er annars stórglæsilegt að sjá, einfalt og látlaust, í góðri umhirðu og til mikillar prýði í umhverfi sínu. Þessi mynd er tekin í ljósaskiptunum sl. laugardag, 12.febrúar 2011. 

*Söðulþak mætti segja að væri valmaþak sem búið er að teygja úr. Þ.e. valmaþak hefur pýramídalag og getur þ.a.l. aðeins verið yfir ferningslaga grunnfleti en þegar flöturinn er lengri en breiddin og mænir gengur í gegn er talað um söðulþak. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 417794

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 238
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband