Hús dagsins: Ægisgata 14.

P2120032Í síðasta pistli, og einhverntíma áður, hef ég vikið að svokölluðum Fúnkís stíl í byggingagerð. En þegar farið var að byggja steinsteypuhús að einhverju ráði (um 1920) var ekki óalgengt að þau líktu eftir lagi timburhúsa. Húsin oft tveggja hæða, tvílyft eða einlyft með kjallara, grunnflötur lengri en breiddin, risþak og kannski kvistur. En á nokkrum áratugum fóru smám saman að koma fram sérstakar byggingargerðir steinhúsa, og eftir 1930 fóru að sjást svokölluð fúnkís hús. Helstu sérkenni voru ferningslaga grunnflötur (stundum voru þó útbyggingar eða útskot) og valmaþak og sérstakir horngluggar líkt og sjá má á Ægisgötu 14. Þessi hús voru hugsuð með góða nýtingu í huga, hverjum einasta krók og kima ráðstafað- líklega að koma sem mestu fyrir á sem minnstum fleti. (Fúnkís er raunar dregið af orðinu functional eða Functionalism sem vísar til virkni eða nýtni ) Enda voru þessi hús reist á tímum mikilla þrenginga, á 4. og 5.áratug 20.aldar. Allt skraut eða prjál var skorið niður og gluggapóstar voru einfaldir. Hins vegar voru gluggar stærri og víðari en gerðist á eldri húsum.

Húsið á myndinni er nokkuð dæmigert fyrir hús af Fúnkís gerð en það stendur við Ægisgötu 14. Ægisgata stendur næst ofan við Hríseyjargötu og gengur þvert á Eiðsvallagötu, en hún liggur samsíða Strandgötu um 200m norðar. Við Ægisgötu standa mörg svipuð hús og flest eftir sama teiknara. Ægisgata  14 er reist árið 1936 og á því stórafmæli á þessu ári, 75ára. Er það byggt eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar en Ægisgatan er einmitt heilsteypt götumynd margra smárra einbýlishúsa Tryggva í Fúnkísstíl en þau voru flest reist á bilinu 1935-45. Byggt hefur verið við mörg þessara húsa í seinni tíð, eins og gengur og gerist. Ægisgata 14 er einbýli eins og flest húsanna í Ægisgötu og hefur verið alla tíð. Þessi mynd er tekin sl. laugardag 12.2. 2011, en þetta hús stendur næst ofan við Hríseyjargötu 21, sem ég tók fyrir í síðustu færslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 752
  • Frá upphafi: 419888

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 594
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband