Hús dagsins: Hafnarstræti 71

P2120035Hafnarstræti 71 mun vera byggt 1922 af Tómasi Björnssyni kaupmanni. Húsið er  steinsteypt, tvílyft á háum kjallara með lágu risi. En húsið er eitt fyrsta húsið sem byggt var á fjörukantinum sem myndaðist þegar uppfyllingin þar sem m.a. Umferðarmiðstöðin stendur en þá var brekkunni þarna ofan við einfaldlega mokað út í fjöruna. Og líklega hefur lítið af stórvirkum vinnuvélum komið að því verki, fyrir um 90 árum síðan. 1923-25 risu síðan næstu hús nr. 73, 77og 79*. Á neðstu hæð hefur sennilega verið verslunarrými frá upphafi en íbúðir á efri hæðum. Ekki hefur verið starfsemi á neðstu hæð í nokkur ár , en síðast var þar snyrtistofa. Umhverfi hússins hefur þó nokkuð breyst frá upphafi, en þegar húsið var reist stóð það því sem næst í fjöruborðinu en nú er það ca. 100m frá fjörunni (-sú fjara er reyndar manngerð og innan við 40ára gömul). Ekki var stingandi strá í brekkunni bröttu ofan við en nú er þar veglegur skógur. Í trjáþykkninu litlu ofan við húsið stendur gömul fánastöng- líklega frá því fyrir tíð trjánna.   Þessi mynd er tekin í ljósaskiptunum sl. laugardag 12.febrúar 2011.

*Hafnarstræti 79 er viðfangsefni næsta pistils, sem væntanlegur er um helgina.

Fylgist með hér á www.arnorbl.blog  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 613
  • Frá upphafi: 420086

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 462
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband