Hús dagsins: Gránufélagsgata 43

p3120026.jpg

Gránufélagsgata 43 var reist árið 1930 af manni að nafni Jón Stefánsson  en hann mun hafa verið kallaður Jón "Vopni" og húsið stundum kallað Vopnahús.  Húsið var nokkuð vandað frá upphafi, granít á stigagangi og milliloft voru steypt, en 1930 var undantekningalítið timburloft milli hæða þó húsin væru steinsteypt. En húsið er þrílyft (e.t.v. álitamál hvort húsið telst tvílyft á háum kjallara eða þrílyft) með gaflskornu risi og tveimur smákvistum. Á austurgafli er steyptur eldvarnarveggur en hér er í raun um "hálfbyggt" hús að ræða. Húsið hefur væntanlega átt að vera hluti af stærri sambyggingu á borð við næsta hús ofan við, Gránufélagsgötu 39-41. En það hús er árinu eldra, reist 1929 og sést á myndinni hér fyrir neðan.p5060005.jpg

Þessi hús eru töluvert stærri en lágreist hús í næsta nágrenni og virka dálítið frábrugðin götumyndinni. En Gránufélagsgata 39-43  eru reist eftir fyrsta Aðalskipulagi sem samþykkt var fyrir Akureyrarkaupstað 1927. Gerði skipulagið ráð fyrir þyrpingu fjölbýlishúsa á Eyrinni og Miðbæjarsvæðinu og mörg eldri timburhúsanna áttu að víkja. En það fór nú svo að aðeins þessar tvær byggingar risu eftir skipulaginu og flest standa þau enn, gömlu húsin sem áttu að víkja. Gránufélagsgata 43 virkar einkar glæsilegt hús og hefur á síðustu árum fengið miklar endurbætur að utan sem innan og lóðin tekin algjörlega í gegn. Í húsinu eru þrjár íbúðir sem allar eru leigðar út til gistingar.  Myndina af Gránufélagsgötu 43 tók ég í gær í rjómablíðu, sól og -6° frosti.  Myndin af Gránufélagsgötu 39-41 er hinsvegar tekin 6.maí 2006. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 751
  • Frá upphafi: 419887

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband