Hús dagsins: Strandgata 33

p3120027.jpgÁ lóðinni var fyrst reist hús árið 1884. Var það tvílyft timburhús með háu risi á kjallara en seinna var það stækkað og settur á það stór kvistur og tveir turnar. Þegar það hús var upp á sitt besta var það ekki ósvipað húsinu París við Hafnarstræti í útliti. Þar var starfrækt hótel sem kallaðist Hótel Oddeyri og mun það hafa verið allt það glæsilegasta. En það brann árið 1908- en það virðist ekki hafa verið óalgengt á þessum tíma að þannig færi fyrir hótelum.  Hjónin sem byggðu upprunalega húsið ráku hótelið hétu Ólafur Jónsson og Anna Tómasdóttir- en eftir lát hans annaðist hún reksturinn ein.

Það var síðan árið 1924 að maður að nafni Ólafur Ágústsson reisti þetta hús sem nú stendur og sést á myndinni. Er þetta tvílyft steinsteypuhús á kjallara með risi. Húsið er undir talsverðum áhrifum frá Jugendstíl en hann felst í miklu skrauti kringum dyr, glugga, á köntum og þaki og eru m.a.  bogadregnar línur þar einkennandi. En eins og sjá má eru steyptir þak og kvistkantar bogadregnir sem og kantar yfir gluggum og gefur það húsinu mjög sérstakan svip. Ekki eru mörg Jugendhús hér í bæ, en þau eru nokkur og eru byggð á svipuðum tíma 1925-30. Svolítill Jugendsvipur er á húsunum nr. 25 og 27a við Brekkugötu. Miklu vinsælli varð Fúnkísstíll (ca. 1935-50) en andstætt við Jugend er þar allt skraut og prjál í algjöru lágmarki. En Strandgata 33 virkar traustlegt hús. Það er háreist, trúlega hátt til lofts og jugendskrautið gefur því glæsilegan svip. Það er mjög áberandi í húsaröðinni við Strandgötunni sem er einskonar "frontur" á Oddeyrinni. Í húsinu eru að ég held þrjár íbúðir, ein á hvorri hæð og í risi. Þessa mynd tók ég í marssólinni fyrir viku síðan, 12.3.2011. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 741
  • Frá upphafi: 419877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 586
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband