Hús dagsins: Munkaþverárstræti 1

Ég hef dálítið verið að fjalla um Fúnkíshús sl. vikur. P4200002En það er byggingargerð af steinsteypuhúsum sem var ríkjandi á 4. og 5.áratug sl. aldar og segja má að einkennist af reglulegri gerð; kassalögun og skreytingum í algjöru lágmarki. Þá eru horngluggar mjög einkennandi fyrir  fúnkíshús. Munkaþverárstræti 1 sem sést hér á myndinni er nokkuð dæmigert fyrir tvílyft fúnkíshús.  Húsið stendur á horni Hamarstígs og Munkaþverárstræti en Hamarstígur tengir Oddeyrargötu við Þórunnarstræti, liggur þar upp stutta en snarbratta hlíð. Helgamagrastræti  þverar götuna uppi á klifinu, rétt neðan Þórunnarstrætis en neðan við klifið gengur Munkaþverárstræti til norðurs, samsíða Helgamagrastrætinu, ofan Oddeyrargötu og Brekkugötu. 

En Munkaþverárstræti er byggt 1934 og með elstu húsum á Akureyri af Fúnkísgerð. Húsið er svipað að lengd og breidd að grunnfleti- en ekki alveg ferningslaga. Húsið er tvílyft á kjallara með flötu þaki ( trúlega er nú einhver halli á þekjunni samt þó steyptur kantur beri hæst). Ekki er húsið alveg laust við skraut en steyptir kantar sem ramma inn gluggalínur á hæðum sem og steypt kassalaga kögur á þakkanti gefa húsinu ákveðinn einkennissvip- ásamt horngluggunum. En ein af nýjungum fúnkís húsa var sú að gluggar voru breiðari og stærri, oft nærri ferningslaga og skrautpóstar, krosspóstar eða sexrúðupóstar heyrðu nánast sögunni til. Mjög svipuð hús, örlítið yngri, standa í langri röð við Helgamagrastræti örlítið ofar. Munkaþverárstræti 1 er stórglæsilegt hús, vel viðhaldið og trúlega hefur það tekið litlum breytingum frá upphafi. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Á lóðinni stendur eins og sjá má mikið grenitré og er það með þeim allra hæstu á Akureyri. Fljótt á litið virðist mér það vera tvöfalt hærra en húsið, gæti verið um 17-18metrar.  Þessi mynd er tekin síðasta vetrardag, 20.apríl 2011.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hús stendur mér alltaf nærri. Ég held að ég fari rétt með það að langafi minn Þórður Aðalsteinsson byggði þetta hús ásamt Valtý bróður sínum. Langamma bjó í þessu húsi þangað til hún dó árið 1995. Það eru æðislegar landslagsmyndir málaðar á veggina í stigaganginum, eða voru það alla vega.

Bryndís Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 22:10

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk fyrir þetta, Bryndís, alltaf gaman að fá einhverjar svona sögur um húsin. Það er svo góð spurning hvort þessar myndir prýði ennþá stigaganginn...

Kveðja, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 17.5.2011 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 417801

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband