Komin tími á nokkur TRYLLITÆKI.

Ég hef af og til birt myndir af allskonar bílum, trukkum og tryllitækjum en nú er orðið langt um liðið síðan síðast, svo ekki er úr vegi að bæta úr því. Þess má kannski geta að ég á um 400 myndir af bílum og tryllitækjum, svona til samanburðar eru húsamyndirnar mínar rétt um 150! Þannig að þar er af nógu að taka. Svo má auðvitað benda á að um komandi helgi verða svokallaðir Bíladagar haldnir hér á Akureyri svo um að gera að koma og kíkja. Þar er hápunkturinn auðvitað 17.júní bílasýningin sem haldin hefur verið í áratugi, sl. 4 ár í Boganum en svo er keppni í götuspyrnu, "drifti" og margt fleira mótorsport tengt.

PB300090Þessi verklegi Ford F350 var á sýningunni Vetrarsport 2009 (sem reyndar var haldin 2008, 30.nóvember) í KA Heimilinu. Hann er á 46 tommu dekkjum og það mátti stíga uppí og skoða, því hann er auðvitað búinn öllum mögulegum fjarskipta- og leiðsögutækjum. (Oft er umhverfi ökumanns svona trukka líkara flugstjórnarklefa heldur en hefðbundnu mælaborði). Það er til marks um stærðina að þarna hefur tröppu verið komið fyrir við stigbrettið, svo að allir geti skoðað inn enda ekki á allra færi að príla í svona tryllitæki. 

 

 

 

 

Volvo XC70Þetta er Volvo XC70 árgerð 2004. Það er alltaf skemmtilegt að kíkja á sýningar eins og þessa í Brimborg Þórshamri, setjast uppí og kíkja undir húddið. Volvoinn er einhvernvegin alltaf auðþekkjanlegur, það er t.d. greinilegur svipur með þessum eðalvagni og gömlu  245 Station bílunum frá ca. 1980. Þessi er fjórhjóladrifin og mig minnir að hann hafi verið um 250 hestöfl. En þessa mynd tók ég sem áður segir á umboðssýningu í Brimborg 10.janúar 2004. 

 

 

 

 

 

Ford ExplorerHér er á ferðinni (reyndar er hann ekkert á ferðinni því hann stendur grafkyrr Smile) Ford Explorer árgerð 2005. Þessi mynd er einnig tekin á umboðssýningu hjá Brimborg ári seinna en myndin af Volvonum, 28.jan. 2005.

 

 

 

 

 

 

DeLorraene Svona kagga þekkja eflaust margir úr myndunum Back To The Future I-III  , en þetta DeLorean DMC-12, árg. 1981 eða 2. (Hann var raunar aðeins framleiddur á þessum tveimur árum). Á svona grip ferðuðust þeir Dr. Emmet Brown (Cristopher Lloyd) og Marty McFly (Michael J. Fox) frá árinu 1985 (þegar fyrsta myndin var frumsýnd) til áranna 1955, 2015 og loks aftur til 1885. Til að rjúfa "tímamúrinn" þurfti að ná 88mílum á klst. (145km/klst) og virkja svokallaðan straumþétti eða flux captacitorsem var uppfinning Dr. Brown.  Bíllinn er úr ryðfríu stáli líkt og eldhúsvaskur- og það var einmitt ryðfríi eiginleikinn sem var nauðsynlegur í tímaferðalög. Þessi mynd er tekin á bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 17.júní 2004.

 

 

P5280118

Og talandi um DeLorean tímavélina hans Dr. Brown, þá er hérna eitt eintak af henni Smile. Þessi er í Universal myndverinu í Orlando, Florida. Myndin er tekin 28.maí 2008.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 413
  • Frá upphafi: 420113

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband