Hús dagsins: Gránufélagsgata 18

Gránufélagsgata 18 P6220118er elsta húsið við Gránufélagsgötuna en hún liggur samsíða Strandgötunni um 100m norðar á Oddeyrinni. Gatan hefur sennilega eina furðulegustu númeraröð sem þekkist á byggðu bóli hérlendis. T.d. eru húsin á móti þessu, 18, númer 29 og 31 en sléttu númer götunar standa að öllu jöfnu 10 númerum lægra. En á milli húsa nr. 27 og 29 standa hús nr. 39-43 en frá 29 helst númeraröð nv. rétt. Í öllu mínu fræðagrúski um sögu þessa bæjarhluta og í öllum Sögugöngum sem hafa verið farnar um Eyrina hef ég aldrei rekist á skýringuna á þessu. En númeraröð götunnar hefur um árabil vafist töluvert póstburðarfólki og sendlum sem ekki þekkja til.

En hús nr. 18 við þessa stórmögnuðu götu reisti maður að nafni Ólafur Árnason árið 1906. Er þetta einlyft timburhús með háu risi á steinkjallara og á austurgafli er lítil forstofubygging- hugsanlega seinni tíma viðbót en gæti allt eins verið upprunaleg. Húsinu hefur alltént ekki verið mikið breytt að utan, ekki stækkað eða risi lyft eins og algengt er með hús á þessum aldri og þessari stærð. Að vísu er húsið áfast einlyftri, steinsteyptri byggingu á vesturgafli en mér sýnist sú bygging ekki vera stækkun á húsinu, heldur að húsin séu samlæg en ótengd innan frá- líkt og raðhús. En bygging þessi tengir hús nr. 16 og 18 saman. Á sínum tíma, líklega um 1950 var húsið forskalað og gluggum breytt mjög og það sem mér fannst dálítið sérkenni á húsinu þá var hringlaga gluggi; kýrauga vinstra megin á götuhlið en honum var breytt í upprunalegt horf við endurbætur. Þær fóru fram um 1999 og eru einstaklega vel heppnaðar eins og sjá á húsinu, sem lítur stórglæsilega út og er mikil prýði í götumynd Gránufélagsgötu. Þessi mynd er ein þeirra sem ég tók á "misheppnaðri" sólstöðumyndagöngu á miðnætti 22.júní sl. en þar sem miðnætursólin faldi sig bakvið ský þá fór ég bara á  "almenna" myndagöngu Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 609
  • Frá upphafi: 420082

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband