Hús dagsins: Lækjargata 18 og 22.

Efstu tvö íbúðarhúsin í Búðargili, og raunar efstu húsin, eftir að hesthúsin sem stóðu ofar voru rifin eru Lækjargata 18 og Lækjargata 22. P8210295Á lóð nr. 20 hefur ekki staðið hús í áratugi. En nr. 18 er rúmlega 130 ára gamalt, byggt 1880. Það er einlyft bárujárnsklætt timburhús á háum steinkjallara. Það hefur verið nokkrum sinnum við það, bæði einlyft bakbygging og svo hefur húsið einnig verið lengt til norðurs. Nú er húsið parhús og skiptist í 18 og 18a.  

 

 

 

 

Lækjargata 22 er mikið yngra hús, en það er byggt 1915, P8210296tvílyft timburhús með lágu risi. Það er einnig parhús, 22 og 22a en við það hefur einnig verið byggt mikið við gegn um tíðina.  Húsið er nú í gagngerum endurbótum en það var dálítið farið að láta á sjá að utan og sennilega hefur það líka verið komið á viðhald að innan. Það verður gaman að sjá hvernig húsið mun líta út að endurbótum loknum. Líkt og aðrar myndir úr syrpunni minni úr Búðargili eru þessar myndir teknar sunnudaginn 21.ágúst 2011.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 73
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 549
  • Frá upphafi: 417770

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband