Hús dagsins: Lyngholt 10; Lyngholt.

Síðasta Hús dagsins á árinu 2011 stendur í Glerárþorpi og nær lóðin að Hörgárbraut, þjóðleiðinni gegn um bæinn. P6180092En þessa mynd fann ég í safninu mínu, hún er ein af fáum sem ég hef ekki þegar birt og skrifað pistil og er um gera að bæta úr því. En húsið heitir Lyngholt og er nr. 10 við götuna Lyngholt- sem væntanlega heitir eftir húsinu. En Lyngholt er tvílyft steinsteypuhús á kjallara með lágu risi, byggt árið 1927. Inngönguskúrar eru á norður og austaurhliðum hússins. Það hefur sennilega verið með háreistari húsum á þessum slóðum á sínum tíma en í Glerárþorpi á fyrri hluta 20.aldar var yfirleitt hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Húsið er núna tvíbýli, það er í góðri hirðu sem og lóðin í kringum húsið. En hún er nokkuð víðáttumikil- enda húsið gamalt smábýli. Þessi mynd er tekin 18.júní 2011.

Byggingasögu Akureyrar og gömlu byggðunum hafa verið gerð mjög góð skil á síðustu áratugum og eru margar frábærar bækur til þess efnis. En ein er sú bók sem ég hef ekki fundið- og það er byggingasaga Glerárþorps.  Það myndi ég telja þarft verk ef unnin yrði einhvers lags húsakönnun um Glerárþorp og sögu gömlu húsana  þar gerð skil og gefið út á bók. Eitt er víst- að ég myndi fagna útkomu slíks öndvegisrits.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 51
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 458
  • Frá upphafi: 420158

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 331
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband