Hús dagsins: Gránufélagsgata 35

Gránufélagsgata 35 P1150060var reist nokkur hundruð metrum neðar á Eyrinni árið 1923 en flutt á þennan stað um hálfri öld síðar. Gekk það þar undir nafninu Litli-Póll en næsta hús við það var Gránufélagsgata 57. Það var kallað Norðurpóll og var reist um 1910. Það var mikið stórhýsi, timburhús í Sveitser stíl, tvílyft með miklum miðjukvisti og virðist ekki hafa verið ósvipað húsum nr. 19 og 23 við Strandgötu. Ekki á ég nú mynd* af  þessu ágæta húsi því Norðurpóllinn var rifin talsvert áður en ég fékk tækifæri til að mynda hann eða árið 1979- sex árum áður en ég svo mikið sem fæddist! Hef ég heyrt marga sjá eftir þessu húsi og telja að vel hefði verið hægt að gera það upp.

En Gránufélagsgata 35 er einlyft timburhús með portbyggðu risi og einlyftri bakbyggingu með skúrþaki. Það er klætt svokölluðu steinblikki (hef einnig heyrt þetta kallað rósajárn), sérstakri blikkklæðningu sem minnir á grjóthleðslu og er algeng á timburhúsum á Akureyri en næsta sjaldgæf annars staðar. Ekki virðist vera kjallari undir húsin en það stendur á lágum steinsteyptum grunni. Bakbygging er að mestu forsköluð. Það sem helst gefur húsinu skemmtilegan og einkennandi svip er miðjukvistur sem gengur eilítið fram fyrir húshliðina og stendur á járnstólpum. Ekki veit ég hvort kvisturinn hafi verið á húsinu frá upphafi eða bætt við síðar. Ein íbúð mun vera í húsinu. Þessi mynd er tekin 15.jan. 2012.

*Við vinnslu þessa pistils reyndi ég árangurslaust að "googla" myndir af Norðurpólnum, Gránufélagsgötu 57 til að vísa í hér með tengli. Hugsanlega leynast slíkar myndir einhversstaðar "nafnlausar" í  myndasöfnum  en ef orðin Norðurpóllinn eða Gránufélagsgata 57 standa hvergi nærri nemur Google það auðvitað ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 52
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 787
  • Frá upphafi: 420073

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 620
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband