Hús dagsins nr. 142: Spítalavegur 13

Ég hef nú síðustu vikuna tekið að nokkru leyti fyrir húsakost gamla Akureyrarsjúkrahússins, þess sem var fyrri helming 20.aldar og fáeinum árum betur sitt hvorum megin við aldamótin og miðja öldina. P3180104En fyrsti áfangi var reistur 1898 og var þá eitt best búna sjúkrahús landsins- aðstaðan mun rúmbetri og aðgengilegri en efri hæðin í Aðalstræti 14. En á tveimur áratugum var sjúkrahúsið orðið full lítið- enda stækkaði bærinn ört á þessum árum- og árið 1920 var byggð steinsteypt viðbygging við sjúkrahúsið og sést það hús hér á myndinni. Sú bygging varð eftir þegar sjúkrahúsið var flutt uppí Hlíðarfjall 1954- enda húsið steinsteypt og verður því ekki flutt eitt eða neitt. Yfirlæknir þegar þetta hús var byggt var Steingrímur Matthíasson (sonur Matthíasar Jochumssonar). En húsið er einlyft á kjallara með portbyggðu risi með stórum kvisti á norðurgafli. Stórir og víðir gluggar á framhlið- sem snýr í austur hafa líklega verið hugsaðir til að veita birtu inn- en á þessum árum voru menn smám saman að átta sig á heilnæmi birtu og útilofts. Er þetta hús í ágætu samræmi við útlit spítalabyggingarinnar sem var einmitt með burstum á göflunum. Ekki er ég viss hvort í þessu húsi voru viðbótar sjúkrastofur eða mögulega aðstaða fyrir starfsfólk eða geymslurými. En allavega bætti þetta hús 250 fermetrum við aðstöðuna sem fyrir var- en hins vegar liðu ekki nema tæpir tveimur áratugir þar til byggt var aftur á spítalasvæðinu. En um áratugaskeið hefur húsið hinsvegar verið íbúðarhús- einbýli og hefur líkast til verið frá því það lauk hlutverki sínu sem spítalahús. Húsið er í góðri hirðu og stórglæsilegt að sjá- stendur á mjög áberandi og skemmtilegum stað. Þessi mynd er tekin sl. sunnudag 18.mars 2012.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband