Hús dagsins nr. 144: Hafnarstræti 18b

Hafnarstræti 18b á stórafmæli í ár en það er reist árið 1912 af Ottó Thulinius, stórkaupmanni í Hafnarstræti 18P3180099Það stendur aðeins fáeinum metrum frá Drottningarbrautinni við Höepfnersbryggju en stóð svo til í flæðarmálinu þegar það var reist.  Var það upprunalega byggt sem geymsluhús- en var breytt í íbúðarhús tæpum áratug síðar. Húsið er einlyft á lágum grunni með lágu risi- enda húsið nokkuð breitt. Veggir eru asbestklæddir en bárujárn á þaki. Þá er við húsið tvöfaldur bílskúr, sennilega byggður skömmu eftir miðja 20.öld Sl. haust varð það óhapp að bíll ók á bílskúrinn við húsið og skemmdist hann töluvert en gert var við þær skemmdir fljótlega. Það má heita nokkuð merkilegt við húsið að það var í upphafi tvílyft með risi en hefur verið lækkað um eina hæð- en slíkt er nokkuð sjaldgæft- oftar hafa húsin verið hækkuð. En eins og fram kemur í bók Hjörleifs Stefánssonar (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn  bls.122 "var húsinu oft breytt á ýmsa lund".  En húsið skemmdist í eldsvoða 1945 og urðu efri hæð og ris þar verst úti. Húsið var gert upp en nú einni hæð lægra en í upphafi og valmaþak byggt á húsið. Um 1956 var húsið aftur tekið í gegn, rishæð byggð með stórum miðjukvisti sem gengur í gegn um þak. Þá þykir mér einnig líklegt að asbestklæðningin hafi verið sett á en asbest var afar vinsælt byggingarefni á þessum tíma og talið afar heppilegt- þarf lítið viðhald og er eldtraust. En það þarf tæplega að fara mörgum orðum um hvað vitað er um asbestið núna- enda er það með öllu bannað í byggingariðnaði og hefur verið um árabil. Húsið er sem áður segir talsvert breytt frá upphafi en það er hinsvegar í góðu ástandi og lítur vel út- ber 100 árin nokkuð vel.  Í húsinu eru að ég held þrjár íbúðir, tvær á hæð og ein í risi. Þessi mynd er tekin 18.mars 2012.

 Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó svo að húsapistlarnir standi alltaf fyrir sínu og fræði og kæti mann þá væri gaman að sjá hjá þér pistla um gönguleiðir í nágrenni bæjarins svona í tilefni þess að það er að styttast í sumarið. Ég veit aað þú lumar á nokkrum góðum. Takk fyrir alla pistlana hingað til og hlakka til að sjá fleiri.

Arnór Kárason (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 12:47

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæll nafni og takk fyrir innlit og athugasemd. Ég mun skoða þetta hvort ég geti ekki sett einhverjar gönguleiðir í orð (og jafnvel myndir) hér á síðunni- maður þekkir þetta orðið nokkuð ágætlega. Og ps. Gleðilega páska .

Arnór Bliki Hallmundsson, 7.4.2012 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 431
  • Frá upphafi: 420131

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 320
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband