Hús dagsins (nr. 154): Litli - Garður við Eyjafjarðarbraut

Þeir sem átt hafa leið frá Akureyrarflugvelli inn í bæinn kunna að hafa tekið eftir húsinu á myndinni, en það stendur við Eyjafjarðarbrautina um 300m norðan afleggjarans að Flugvellinum. P6300035En húsið er eitt af mörgum húsum sem Sveinbjörn Jónsson teiknaði en það er reist úr r-steini, sem var einmitt hans uppfinning og framleiðsla. En fyrst hófst búskapur á Litla-Garði um 1909 en fyrsti ábúandinn hét Benedikt Sigurðsson. Fyrsta byggingin var torfbær en núverandi hús reistu synir Benedikts, Jón og Þorsteinn. En íbúðarhúsið á Litla-Garði á stórafmæli í ár, nírætt, en það er reist 1922 í hópi fyrstu r-steinhúsa á landinu og þ.a.l. í heiminum! Húsið er tvílyft með valmaþaki en norður úr húsinu gengur einlyft viðbygging með lágu risi, byggð 1958. (Ekki fylgir sögunni hvort sú bygging er einnig úr r-steini eða steinsteypt). Búskapur var í Litla-Garði allt til ársins 1987 og enn stendur hlaða með braggaþaki um 30 metra norðan hússins. Árið 1970 bjuggu á Litla-Garði hjónin Karl Ásgrímur Ágústsson og Þórhalla Steinsdóttir og voru þau með 12 fjár og 32 hross. Nú er húsið einbýlishús en  hlaðan var útbúin sem tónleikasalur um 2003. Allar eru byggingarnar í frábæru standi, sem og umhverfi hússins sem er allt vel gróið. Þessi mynd er tekin sl. laugardag, 30.6.2012.

Heimildir: Ármann Dalmannson (ritstj.), Eggert Davíðsson, Sveinn Jónsson. 1973. Byggðir Eyjafjarðar II.bindi. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.

Friðrik Olgeirsson, Halldór Reynisson, Magnús Guðmundsson. 1996. Byggingameistari í stein og stál. Reykjavík: Fjölvi.

Guðmundur Steindórsson, Jóhannes Sigvaldason, Kristján Sigfússon. 1993. Byggðir Eyjafjarðar 1990. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 628
  • Frá upphafi: 420101

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 475
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband