Hús dagsins (nr.155): Nokkur hús í Miðbænum

Hér eru nokkur hús sem standa í og við Miðbæ Akureyrar, myndir sem ég tók sl. vetur en hef ekki komið að.

Fyrst er það Turninn, Hafnarstræti 100b sem stendur dálítið skemmtilega í porti á milli 4 hæða steinsteypuhúsa, Hafnarstræti 100 og 102. P3180109Er þetta söluturn í orðsins fyllstu merkingu því efst trónir þessi skemmtilegi turn. Turninn er byggður 1927 og er agnarlítið einlyft timburhús, (kannski 4x5m á grunnfleti)með valmaþaki og klæddur steinblikki. Þarna var sælgætisverslun að ég held frá upphafi og allt til ársins 2007 en þá opnaði þarna veitingastaðurinn Indian Curry Hut en veitingarýni má sjá hér . Mæli ég eindregið með matnum frá Curry Hut, bæði fyrir þá sem dálæti hafa á Indverskum mat og aðra. Þessi mynd er tekin sunnudaginn 18.mars 2012.

Skammt frá Turninum, skáhallt á móti í gilkjafti Skátagilsins stendur Hafnarstræti 107bP3180110 Það byggði Ingimar Jónsson og er það sagt byggt á milli 1910-20 (freistandi að giska á 1915 sem er millivegurinn Wink). Húsið var (og er) Ingimarshús eftir fyrsta eigandanum. Er það tvílyft steinsteypuhús með lágu risi. Síðustu ár hafði það staðið autt og ónótað og bjóst ég allt eins við því að það yrði rifið. En sem betur fer hafði ég þar á röngu að standa, því sl. vetur var húsið allt tekið í gegn að innan og skipt um glugga, gamaldags sexrúðugluggar í stað þverpósta sem höfðu verið í áratugi. Og í byrjun sumars var opnað þarna kaffihúsið Kaffi Ilmur. Þangað hef ég einu sinni farið og fengið mér kaffi og vöfflu- hvort tveggja algjört lostæti. Er einstaklega notalegt að koma þar inn og sér maður greinilega að hér er um fyrrum íbúðarrými að ræða- sem gefur staðnum fyrir vikið heimilislegan blæ. Þessa mynd tók ég 18.mars sl. en þá var endurgerð hússins í fullum gangi og gluggarnir nýju nýkomnir.

Við Ráðhústorg teljast standa nokkur hús sem öll eru sambyggð. P5010024Ráðhústorg 1-5 afmarka Ráðhústorg í suðri en þetta eru ein fyrstu margra hæða stórhýsin á Akureyri. Þetta er steinsteypt hús á fimm hæðum byggð í áföngum frá 1930-39 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar og byggingarmeistarar voru Indriði Helgason, Ólafur Ágústsson og Þorsteinn M. Jónsson. Voru þettalengi einar stærstu byggingarnar í bænum og hafa eflaust þótt dálítið "erlendis". Í þessum húsum voru frá upphafi og eru enn verslanir, veitingastaðir og skrifstofur og nokkrar íbúðir einnig en það yrði langur, langur listi að telja upp alla þá starfsemi sem haft hefur aðsetur í húsunum við Ráðhústorg. Þessi mynd er, eins og sjá má, tekin 1.maí sl.

 

 

 

Geislagata 10 er byggð 1925. P5010019 Það er einlyft timburhús á háum kjallara með háu portbyggðu risi, klætt steinblikki. Það er þó nokkuð svipað norsku timburhúsunum stóru, katalóghúsunum, sem mikið var byggt af uppúr aldamótum en mikið yngra. Það er raunar reist dálítið "seint" af timburstórhýsi að vera en þarna má segja að "steinsteypuöld" hafi verið gengin í garð en eftir 1915 er mun minna byggt af timburhúsum hér í bæ. Húsið var verulega farið að láta á sjá uppúr 1990 en var allt tekið í gegn að utan sem innan. Þá voru byggðar þessar miklu svalir framan á húsið- sem gefa því alveg nýjaan og skemmtilegan svip. Sennilega hefur frá upphafi verið verlsunarrými í kjallara og íbúðir og/eða skrifstofur á efri hæðum. Síðustu ár hefur verið gistiheimili og leiguíbúðir á hæð og í risi. Þegar ég man fyrst eftir mér var rakarastofa í kjallaranum og fór ég einu sinni þangað í klippingu um 1990. Fimm árum seinna var þar komin vídeóleiga sem var starfrækt þarna til ársins 2007 en stóð rýmið autt þar til í fyrravor að þarna var opnað kaffihús, Kaffi Költ. (Og hér kemur enn ein veitingarýninWink) Er það mjög skemmtilegt og sérstakt kaffihús. Það er einnig prjóna- og handverksbúð. Þar er hægt að blaða í bókum og einnig er þarna heilmikið vínylplötusafn sem gestir og gangandi mega setja á "fóninn" ef þeim sýnist svo, og þá er þarna hægt að grípa í spil. Ég sest oft þarna inn og fæ mér þá jafnan kaffi og vöfflu en stundum einnig epla- og karamelluköku. Mæli eindregið með Kaffi Költ! Þessi mynd er tekin 1.maí 2012.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 429
  • Frá upphafi: 420129

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband