Hús dagsins (nr.159): Tjöruhúsið

Þau fjögur 18.aldar hús sem enn standa í Neðstakaupstað hef ég tekið fyrir í aldursröð. P7120101Það þriðja elsta er Tjöruhúsið sem sést hér á myndinni, en það mun reist um 1782. (Skv. heimasíðu Byggðasafns Vestfjarða www.nedsti.is er byggingarárið 1781 en skv. Hjörleifi, Kjell og Magnúsi (2003: 229) er það byggt 1782. En eitt ár til eða frá skiptir kannski litlu þegar aldursárin eru um 230; það er um 0,5% skekkja !) En Tjöruhúsið er af gerð svokallaðra stokkahúsa en það er byggingargerð sem var algeng í Skandinavíu, Danmörku þá aðallega. Hún er mjög svipuð byggingaraðferð og bolhús (sjá Faktorshúsið í síðustu færslu), veggir hlaðnir úr þykkum bjálkum en þeim er skeytt saman með öðrum hætti en í bolhúsunum. En Tjöruhúsið er eins og önnur hús í Neðstakaupstað reist fyrir dönsku einokunarverslunina sem pakkhús eða vörugeymsla og gegndi því hlutverki í marga tugi ára, raunar vel á aðra öld. Einokunarverslunin átti þetta hús þó ekki lengi, því hún leið undir lok fáeinum árum eftir að það var reist eða 1787. Húsið hefur gegn um þennan tíma gegnt að mestu svipuðu hlutverki sem geymlsuhús fyrir iðnað eða verslun. Líklega hefur einhverntíma verið geymd þarna tjara- sbr. nafngiftina en ekki veit ég hvort nokkurn tíma hafi verið búið í Tjöruhúsinu. Það hefur nú verið gert upp og er mjög nálægt upprunalegu útliti. Nú er þar samnefndur veitingastaður rekinn á sumrin og var ég staddur á hádegi þar 12.júlí. Því lá beint við að borða á Tjöruhúsinu og það er staður sem ég mæli svo sannarlega með! Fiskisúpan þar er allavega alveg frábær.  Hér eru fleiri meðmæli með veitingastaðnum í Tjöruhúsinu: http://www.tripadvisor.com/Restaurant_Review-g189967-d1099110-Reviews-Tjoruhusid-Isafjordur.html

Heimildir:

Byggðasafn Vestfjarða (án árs). Heimasíða. Slóðin: http://www.nedsti.is/

Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen, Magnús Skúlason (2003). Af norskum rótum- gömul timburhús á Íslandi. Reykjavík: Mál og Menning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er að vísu hlutdræg, því vertarnir eru góðir vinir mínir en algjörlega sammála þér að Tjöruhúsið er eitt af betri veitingastöðum í heimi sem er með fisk.  Hingað kemur fólk frá öllum heimshornum sumir eingöngu til að borða á þessum litla veitingastað á útnára, sem er ótrúlegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 21:54

2 identicon

Legg til að síðuhaldari,safni saman þessum stórkostlega fróðleik um gömlu húsin,og sögu þeirra og gefi út BÓK .

Hafðu miklar þakkir fyrir þessa áhugaverðu síðu þína.

Númi (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 00:03

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já ég skal vel trúa því að Tjöruhúsið laði að gesti hvaðanæva af úr heiminum. Enda örugglega á heimsmælikvarða. Oft hef ég velt fyrir mér hvort þetta efni eigi ekki líka heima á bók. Sennilega myndi það rit fylla á annað hundrað blaðsíðna. Ég hef t.d. gert nokkrum húsum í Glerárþorp skil hér og það vantar klárlega húsakönnunarbók um það hverfi. Það er því ekkert útilokað varðandi bókaútgáfu...

Þakka fyrir innlit, skrif,hlý orð og hrós

Arnór Bliki Hallmundsson, 14.8.2012 kl. 19:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Arnór, bók um þessi hús sem þú hefur skrifað um, það er málið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2012 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 420132

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 321
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband