Hús dagsins (nr. 162): Silfurgata 11; Félagsbakaríið.

Ragúel Árni Bjarnason teiknaði og byggði mörg stór og glæsileg timburhús í norska stílnum á Ísafirði meðan hann starfaði þar sem timburmeistari 1905-07. P7120114Tvö hús, sem talin eru undir Amerískum áhrifum Silfurgötu 2 og 6, hef ég tekið fyrir í síðustu færslu en húsið hér á myndinni stendur einnig við Silfurgötu. En Silfurgata 11 var byggð 1906 eftir teikningum Ragúels Árna fyrir Bökunarfélag Ísfirðinga og Arnór Kristjánsson kaupmann en hann átti helming hússins á móti Bökunarfélaginu. Hefur húsið því síðan verið Félagsbakaríið. En Félagsbakaríið er tvílyft timburhús á háum steyptum kjallara með háu portbyggðu risi. Á því eru tveir kvistir á framhlið en þrír minni á bakhlið. Tvær svalir eru framan á húsinu en á svalir er eitthvað sem sást sjaldan á húsum árið 1906- það var þá helst á nýjum Sveitserhúsum. Allt er húsið bárujárnsklætt. Lengi vel var þarna brauðgerð en þarna var einnig trésmíðaverkstæði og prentsmiðja en annars hefur húsið verið íbúðarhús. Þegar mest var bjuggu 56 manns í þessu húsi. Á sama tíma var bakaríið starfandi í húsinu þ.a. líklega bjó allt þetta fólk á efri hæðunum, hugsanlega einhverjir í kjallaranum. Húsið mun fyrir fáum árum hafa fengið talsverða yfirhalningu bæði að utan og innan og er nú allt hið stórglæsilegasta. Nú eru í þessu húsi líklega 5 íbúðir, tvær á hvorri hæð og ein í risi. Þessi mynd er tekin 12.júlí 2012 líkt og allar Ísafjarðarmyndirnar mínar.

Heimild:

Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen, Magnús Skúlason (2003). Af norskum rótum- gömul timburhús á Íslandi. Reykjavík: Mál og Menning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 765
  • Frá upphafi: 420051

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 608
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband