Hús dagsins (nr.164): Silfurgata 8? og Smiðjugata 6

Húsin sem fylgja með þessari færslu myndaði ég þar sem mér þótti þau einstaklega skrautleg og áhugaverð. P7120113Á húsinu hér til hliðar sá ég hvorki númer né heldur byggingarár- sem er raunar nokkuð algengt á Ísafirði en mér reiknast til að þetta hús standi á Silfurgötu 8. Alltént stendur það næst á bak við Silfurgötu 6 sem ég tók fyrir í færslu um daginn. En þetta hús gæti ég svo sannarlega ímyndað mér að sé byggt í áföngum  og það nokkrum. En húsið liggur í vinkil, önnur álman er tvílyft með lágu risi og tveimur viðbyggingum, önnur einlyft með skúrþaki á gafli og hin inngönguskúr framan á. Sá hluti virðist múrhúðaðar en ég geri ráð fyrir að allt húsið sé timburhús. Önnur álman er einlyft með háu risi sem virðist hafa verið lyft og tengist tvílyftu byggingunni með kvisti. Gluggapóstar eru fjölbreyttir bæði hvað varðar stærð og gerð. Húsið er í góðu standi og ætti að mínu mati tvímælalaust að njóta friðunar, þó ekki væri nema vegna skemmtilegs útlits!

Smiðjugata 6 er öllu látlausara og einfaldara að gerð, tvílyft timburhús með lágu risi, klætt láréttum timburborðumP7120110Smiðjugata er mjög gömul gata en húsið er nærri hálfrar annnarar aldar gamalt, byggt 1864. Hugsanlegt er að það hafi verið einlyft með risi og hækkað síðar, en það skal ósagt látið hér. En Smiðjugata 6 er svipmikið og skemmtilegt og það sem gefur því þennan skemmtilega svip eru kannski ekki fölsku gluggahlerarnir, þeir eru svona skemmtilega "erlendis" ;) Þó er líklegt að húsið hafi einhverntíma verið "augngstungið" þ.e. að krosspóstum eða sexrúðugluggum verið skipt út fyrir núverandi gluggaskipan. Húsið er annars í góðri hirðu og til mikillar prýði í götumyndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 70
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 546
  • Frá upphafi: 417767

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband