Hús dagsins (nr. 167): Hafnarstræti 2; Bókhlaðan og Gamli Spítalinn á Eyrartúni

Síðustu vikur hef ég birt hér myndir og umfjallanir um eldri timburhús á Ísafirði en áður en við skiljum við Ísafjörð og höldum norður aftur er rétt að birta hér tvö stór og áberandi steinsteypuhús. P7120121En þegar komið er inní bæinn eftir Djúpvegi blasir Eyrartúnið við og þar stendur Gamli Spítalinn.  Húsið er byggt 1923-25 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og er tvílyft  steinsteypuhús með háu söðulþaki, fimm kvistum einum stórum með svölum í miðjunni. Þótti þetta ein vandaðasta sjúkrahúsbygging landsins þegar hún var vígð 17.júní 1925 og þjónaði húsið hlutverki sínu sem sjúkrahús í rúm 60ár eða til 1989 en var þá auvðitað löngu orðið ófullnægjandi nútíma kröfum. Árið 2003 var húsið gert að Safnahúsi en þar er nú bókasafn, héraðsskjalasafn aðstaða fyrir listsýningar og minningarstofur um Vilmund Jónsson landlækni og Guðmund G. Hagalín rithöfund. Hér er meiri fróðleikur um byggingarsögu hússins og sjúkrahúsa Ísafjarðar.

  Við Hafnarstræti 2 við Silfurtorg stendur Bókhlaðan, mikið tvílyft steinsteypuhús með háu risi tveimur áberandi kvistum. P7120107Húsið var byggð 1928 eftir Aðalskipulagi Ísafjarðar frá 1927 en skipulagið var hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en nokkrum mánuðum síðar var Aðalskipulag Akureyrarbæjar samþykkt.  Húsið er stórglæsilegt og áberandi og setur mikinn svip á umhverfið og áberandi eru bogadregnar línur í kvistum. Þá stendur húsið á horni og liggur í mjúkum boga meðfram Silfurtorginu. Það kæmi mér ekki á óvart að húsið væri eitt það mest myndaða á Ísafirði. Ég kíkti einmitt inní þessa verslun á göngu minni um Ísafjörð 12.júlí sl. En  húsið var semsagt byggt fyrir Bókhlöðuna, bókaverslun Jónasar Tómassonar, sem stofnuð var 1920, og hefur því verið starfrækt bókaverslun í þessu húsi frá upphafi. Í  meira en 80 ár var rekstur Bókhlöðunnar í höndum sömu fjölskyldu. Enn er rekin bókaverslun í þessu húsi, nú undir merkjum Eymundsson. Ég kíkti þarna inn á göngu minni um miðbæ Ísafjarðar 12.júlí í sumar. Erindið var að athuga með nýtt minniskort í myndavélina: Þannig var nefnilega mál með vexti að þarna eru svo mörg skrautleg og áhugaverð hús að plássið sem ég átti eftir á kubbnum rúmaði engan vegin allar þær húsamyndir sem ég hugðist taka- því svo átti ég eftir að mynda í fjörðunum í Djúpinu! En þó ég þræddi flestar ef ekki allar bóka- og ljósmyndabúðir Ísafjarðar náði ég ekki að finna passandi kort, xD fyrir Olympus (það voru aðeins til sD).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 53
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 460
  • Frá upphafi: 420160

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 333
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband