Hús dagsins (nr. 168): Krókur 1

Fyrir um mánuði síðan skrifaði ég um húsið sem langalangalangafi minn, Jens Kristján Arngrímsson, járnsmiður og um tíma bæjarstjóri á Ísafirði reisti fyrir um 160 árum síðan. P7120125En húsið hér á myndinni stendur undir brekkurótunum þar sem Djúpvegurinn heldur áfram út Skutulsfjörðinn og áleiðis á Hnífsdal. Þetta er Krókur 1 en Krókur er lítil gata sem liggur upp af Túngötunni. Heitir hún eftir Króksbænum sem stóð á svipuðum slóðum, líkast til bakvið Krók 1.

Húsið er einlyft steinhús á lágum kjallara með háu risi það og stendur á dálítilli brekku upp af veginum. En Krók 1 byggði sonur Jens Kristjáns, Ásgrímur Kristjánsson (1877-1954) árið 1921 og bjó hann þar um árabil ásamt konu sinni Sigríði Friðriksdóttur (1874-1954) frá Bíldsey í Helgafellssókn á Snæfellsnesi. Hann stundaði sjóinn en vann síðar við ýmis verkamannastörf á Ísafirði en hún var húsmóðir hér að Króki. Þau heiðurshjónin í Króki voru semsagt langalangafi og langalangamma þess sem þetta ritar. Móðurafi minn, Hörður G. Adolfsson ólst upp í þessu húsi en hann er sonarsonur Ásgríms og Sigríðar. Samkvæmt honum er húsið lítið sem ekkert breytt frá því hann bjó þar (á 3. og 4.áratugnum). Forstofubyggingin hefur t.d. verið frá upphafi en ég var nokkuð viss þegar ég sá húsið að hún væri síðari tíma viðbygging. Umhverfið er að vísu talsvert breytt, gróðurinn meiri og sólpallurinn er reistur mun síðar- slík mannvirki voru lítt þekkt á fyrri hluta 20.aldar. Húsið er einbýlishús og hefur alla tíð verið. Húsið er í góðri hirðu og lítið sem ekkert breytt frá fyrstu gerð. Eins og fram hefur komið nokkuð greinilega hér í pistlinum og öðrum þá á ég ættir að rekja til Ísafjarðar. Þangað kom ég í fyrsta skipti nú síðasta sumar og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Bærinn og allt umhverfi hans er einstaklega fallegt og heillandi. Þá er Ísafjörður algjört gósenland fyrir áhugamenn um gömul og skrautleg hús. Þá var alveg sérstaklega gaman að sjá bæði þetta hús sem og Smiðjugötu 2, þessi hús forfeðra minna, í svona góðri hirðu og svona vel útlítandi. Þessa mynd tók ég 12.júlí sl. en þá dvaldi ég ásamt fjölskyldunni dagpart á Ísafirði áður en haldið var aftur um Djúpið og yfir í Dalina. Á þessum stutta tíma náði ég að kíkja á gamla bæinn, í Neðstakaupstað og í hádegismat Tjöruhúsinu en hefði auðvitað gjarnan viljað dvelja lengur. En einhvern tíma kíkir maður aftur vestur- það er alveg á hreinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081
  • IMG_1520
  • IMG 1494

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 58
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 500
  • Frá upphafi: 419281

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 367
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband