Hús dagsins (nr. 169): Norska húsið, Stykkishólmi.

Síðustu tvo mánuði hef ég birt hér pistla um nokkur gömul og glæsileg hús á Ísafirði þar sem ég dvaldi daglangt í sumar. P7130073Það er hins vegar alveg á hreinu að Ísafjörður verðskuldar alveg heila síðu á borð við þessa hér enda þar miklar torfur gamalla og sögufrægra húsa og mikilla menningarverðmæta. En nú berum við niður í Stykkishólmi þar sem ég leit við daginn eftir. Húsið á myndinni kallast Norska húsið en það er reist árið 1832 sem íbúðarhús af Árna Thorlacius kaupmanni og mun það vera innflutt frá Arendal í Noregi. Er það tvílyft timburhús, hlaðið úr láréttum stokkum eða bjálkum, með söðulþaki á lágum grunni.  Það er mjög svipað því byggingarlagi sem almennt tíðkaðist í stærri íbúðarhúsum í Noregi á þeim tíma; undir nýklassískum stíl, en nokkuð stærra og veglegra en gekk og gerðist með íbúðarhús hér. Einhvern tíma skyldist mér að Gamli Spítalinn, Aðalstræti 14 á Akureyri væri líkast til fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið sem reis hérlendis. Það virðist ekki hafa verið rétt, því Norska húsið er þremur árum eldra en Gamli Spítalinn sem reistur var 1835! Húsið var í upphafi verslunar og íbúðarhús Árna Thorlaciusar en seinn meir var því skipt upp í fleiri íbúðir, herbergjaskipa og byggt við það og 1970 var það orðið heldur hrörlegt en þá keypti sýslunefnd Snæfells- og Hnappadalssýslu húsið og nokkrum árum seinna eða 1978 hófust á því gagngerar endurbætur, sem Hörður Ágústsson hafði umsjón með. Nú er að mestu búið að færa húsið til upprunans. Nú hefur Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla aðsetur í húsinu og þar m.a. krambúð,  safn á efri hæð um kaupmannshjónin  Árna Thorlacius og Önnu Magdalenu Steenback, en á neðri hæð er Æðarsetur Íslands. Þessi mynd af Norska húsinu er tekin 13.júlí 2012.

Heimild:

Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen, Magnús Skúlason (2003). Af norskum rótum- gömul timburhús á Íslandi. Reykjavík: Mál og Menning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 411
  • Frá upphafi: 420111

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 301
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband