Hús dagsins (nr. 170): Aðalstræti 8

Það verður stöðugt erfiðara að finna "kandítata" fyrir Hús dagsins. P7310009Af þeirri einföldu ástæðu að ég er búinn að mynda og taka fyrir svo mörg hús hér á Akureyri að ég þarf alltaf að leggjast í pælingar hvaða hús ég skuli mynda næst og svo er það nú meiraðsegja þannig að ég þarf að kafa vel ofaní myndasafnið mitt, því ég man oft ekki hvort ég hef tekið einhver hús fyrir eða ekki sl. 3 árin hér á síðunni. En við skoðun á myndasafninu mínu sá ég eitt hús sem ég myndaði fyrir rúmum tveimur árum síðan og ekki hefur fengið umfjöllun hér- lent á milli skips og bryggju ef svo mætti segja. En það er hið 83 ára gamla steinsteypuhús við Aðalstræti 8.

En á þessari lóð, sem stendur í kjafti Búðargils á horni Aðalstrætis og Lækjargötu hafa staðið mörg hús, það fyrsta líklega reist fyrir aldamótin 1800. Alltént sést hús á uppdrætti frá 1808 á þessari lóð. Nýtt hús var byggt á lóðinni 1836, kallað Möllershús en það brann 1901 í einum Bæjarbrunanna. Húsið sem reist var 1902 á grunni þess húss var tvílyft timburhús en það reisti séra Geir Sæmundsson. Séra Geirshús brann hins vegar grunna 1929 og náði því sama aldri og Jimi Hendrix, Jim Morrisson, Kurt Cobain og Amy Winwhouse þ.e. 27 ára! En húsið sem sést á myndinni reisti sonur Geirs, Jón Pétursson Geirsson árið 1929. Það er tvílyft steinsteypuhús með háu risi á nokkuð háum kjallara. Á suðurgafli hússins er forstofubygging, hvort hún er seinni tíma viðbygging eða frá upphafi er mér hins vegar ókunnugt um. Uppi á henni eru svalir með skrautlegu, steyptu handriði. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, lengst af með tveimur íbúðum hvor á sinni hæð en má vera að þær hafi einhvern tíma verið fleiri. Einhvers staðar minnir mig að ég hafi lesið að á meðan Seinni Heimstyrjöldinni stóð hafi  þetta hús hafi verið eitt þeirra húsa þar sem bæjarbúar áttu að leita skjóls ef loftvarnarmerki heyrðust. Þannig að húsið hefur líkast til verið talið afar rammgert. Sem það eflaust er, kjallaraveggir virðast allavega þykkir. Húsið hefur alla tíð fengið gott viðhald og er í góðri hirðu, sem og víðlend lóð bakvið húsið. Nú eru að ég held þrjár íbúðir í húsinu. Þessi mynd er tekin þann 31.júlí 2010 í stórskemmtilegri Sögugöngu um Innbæinn. Leiðsögumaður var Gísli Sigurgeirsson og fjöldi þátttakenda hljóp á tugum og gott ef þeir losuðu ekki hundraðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 741
  • Frá upphafi: 419877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 586
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband