Hús dagsins: Brekkugata 9

Fyrir rúmum mánuði ljósmyndaði ég nokkur hús neðarlega í Brekkugötunni og minnti endilega að þetta hús hefði verið eitt þeirra og byrjaði á færslu þ. 21.des. Þannig að ég var kominn með færsluna en vantaði húsið en lét loksins verða af því í dag að mynda það. P1260041Hús dagsins í dag er tæplega nírætt r-steinhús ofan við Ráðhústorg en það er Brekkugata 9. Húsið er eitt af fjölmörgum húsum sem Sveinbjörn Jónsson teiknaði en það var byggt árið 1924 fyrir Harald Björnsson leikara. Húsið er tvílyft r-steinhús á háum kjallara með háu söðulþaki og kvistum en í upphafi var húsið með flötu þaki og steinsteyptu skrauti á köntum; ferköntuðu kögri líkt og á kastala. Þá voru gluggar öðruvísi í upphafi, í efri hluti glugga voru margpósta skrautrúður. Ekki veit ég hvenær söðulþakið kom á húsið en á gamalli mynd sem er á bls. 39 í bókinni "Líf í Eyjafirði" er búið að byggja núverandi þak- en kvistir ekki komnir. Ártal er ekki gefið uppá þeirri mynd en mér sýnist hún geta verið tekin um 1940-50. En af þeirri mynd er ljóst að gluggum var breytt á eftir þakinu því þar eru ennþá upprunalegir póstar. Haraldur Björnsson bjó ekki mjög lengi í húsinu en meðal margra íbúa hússins gegn um tíðina var Sesselja Eldjárn veitingakona og slysavarnarfrömuður. Hún stofnaði kvennadeild Slysavarnarfélagsins árið 1935 og sæluhús Slysavarnafélagsins á Öxnadalsheiði, Sesseljubúð hét eftir henni. Sesselja bjó í hluta hússins og rak þarna veitingasölu en líkast til hefur kjallarinn alla tíð hýst einhvers lags verslun eða þjónustu. Nú er þarna tískuverslunin Kvenfélagið og íbúðir, líklega einar þrjár á efri hæðum. Þrátt fyrir að vera þó nokkuð breytt frá upphaflegri gerð er húsið engu að síður stórglæsilegt og í góðri hirðu. Þessa mynd tók ég rétt áðan, 26.jan 2013.

Heimildir: Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, ritstj. Bragi Guðmundsson (2000): Líf í Eyjafirði. Akureyri: höfundur.

Steindór Steindórsson (1993): Akureyri, Höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 417801

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband