Hús dagsins: Brekkugata 11

Enn erum við stödd neðst í Brekkugötunni og nú er það hús númer 11 sem ég tek til umfjöllunar.PC080079 En hér er um að ræða einlyft timburhús byggt árið 1904 af Frímanni Jakobssyni. Húsið er einlyft timburhús með háu portbyggðu risi og miðjukvisti að framan en bakatil er skástæð útbygging og kvistur nær suðvesturhorni og á suðurgafli er forstofubygging með skrautgluggum. Hár steyptur kjallari er undir húsinu sem stendur á víðlendri lóð, hátt upp af götunni. Húsið er undir dálitlum áhrifum frá norska Sveitser stílnum og ekki tel ég útilokað að það hafi komið tilhöggvið frá Noregi. Um það hef ég hinsvegar engar heimildir. En sonur Frímanns var Jakob, kaupfélagsstjóri KEA til margra ára, bæjarfulltrúi og heiðursborgari Akureyrar og ólst hann upp í þessu húsi- en var hins vegar eldri en svo (f.1899) að hann væri fæddur hér. Að utan sýnist mér þetta vera asbestklæðning utan á húsinu en hún hefur líkast verið sett á um miðja 20.öld. Þó asbest sé almennt ekki vel séð er þetta þó mikið skárri ráðstöfun en múrhúðun (forskalning) timburhúsa sem einnig tíðkaðist mjög á þeim tíma í endurgerð eldri timburhúsa. Að öðru leiti er húsið lítið breytt frá upphafi, það er einbýlishús í dag og hefur líkast til alla tíð verið. Í gluggum eru T-póstar sem gefa húsinu vissan svip. Húsið virðist traustlegt í góðu standi, sem og vel gróin lóð. Þessi mynd er tekin 8.des. 2012.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband