Hús dagsins: Brekkugata 15

En höldum við okkur við Brekkugötuna og erum nú stödd á horni hennar og Oddeyrargötu, sem skásker Brekkuna til suðvesturs uppfrá Gránufélagsgötu. PC080076Sitt hvoru megin við hornið skáhallt móti hvort öðru standa tvö aldin stórhýsi, hús númer 14 og 15 en þar sem hið síðarnefnda stendur neðar við götuna, sunnan Oddeyrargötu mun ég taka það fyrir á undan, þrátt fyrir einum hærra númer. En Brekkugötu 15 reisti Friðjón Jensson árið 1915. Það var reist á grunni svokallaðs Rauðhúss sem brann þremur árum áður en ekki er vitað hvenær það var byggt. Friðjón átti húsið í fimm ár en næsti eigandi á eftir honum Jónas Sveinsson nefndi það Uppsali. Brekkugata 15 er einlyft  timburhús á háum kjallara og með háu portbyggðu risi. Á því er stór miðjukvistur með gaflskrauti í anda Sveitser húsa en einnig er eru tveir minni kvistir sitt hvoru megin við hann. Ekki er ég viss hvort minni kvistirnir hafi verið á húsinu frá upphafi. Húsið er bárujárnsklætt og gæti hafa verið svo frá upphafi en talað er um sk. bárujárnssveitser. Á þeim tíma sem húsið er byggt var farið að klæða timburhús mikið með bárujárni og í sumum tilvikum steinskífu til brunavarna í kjölfar stórbruna sem urðu m.a. á Akureyri 1901, 1906 og 1912. Steinblikkið kom svo örlítið seinna en áratugum seinna hugkvæmdist mönnum að dulbúa timburhús sem steinhús og múrhúða þau eða "forskala". Tvær íbúðir eru í Brekkugötu 15, hvor á sinni hæð. Húsið er áberandi í götumyndinni stendur hátt á víðlendri og gróinni lóð á horni fjölfarinna gatna, kvistskraut og stórir gluggar setja sterkan svip á það. Þessi mynd er tekin 8.des. 2012. Í næstu tveimur færslum mun ég klára myndaskammtinn frá þeim degi með Brekkugötu 14 og þar á eftir verður það Þingvallastræti 25. Þar á eftir er von á nokkrum myndum sem ég tók á Oddeyrinni 12.jan sl.

Heimildir: Steindór Steindórsson (1993): Akureyri, Höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 434
  • Frá upphafi: 420134

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband