Hús dagsins: Brekkugata 14

Brekkugata 14 er stórt og sérlega áberandi hús þar sem það stendur eitt og sér austan Brekkugötu, á norðausturhorni gatnamótanna Oddeyrargötu- Brekkugötu. PC080074 Húsið reisti Jón C.F. Arnesen, ræðismaður og útgerðarmaður árið 1929 og mun það þá hafa verið eitt stærsta einbýlishús á Akureyri. En ég gæti trúað að heildarflatarmál hússins sé yfir 400 fermetrar þegar kjallari, hæð og tvær rishæðir eru teknar með. En húsið er steinsteypt, einlyft á kjallara með mjög háu risi, en það er á tveimur hæðum. Framan á húsinu er stór kvistur eða útbygging á norðurgafli ásamt minni bogadregnum kvisti við hliðina og miklar svalir eða forstofubygging á norðurhlið.  Þó þetta hús sé komið vel á níræðisaldur hafa ekki eigendaskipti ekki verið tíð, en Oddfellowreglan eignaðist húsið rétt fyrir 1940 og hafði þar félagsheimili fram undir aldamót en þá var húsið endurbyggt sem íbúðarhús, en nú munu vera þrjár íbúðir í þessu stórglæsilega húsi. Þessi mynd er tekin 8.des. 2012.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 633
  • Frá upphafi: 420106

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 479
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband