Hús dagsins: Lundur

Lundarhverfi er efsta hverfi Suðurbrekkunnar og afmarkast af Þingvallastræti í norðri og Mýrarvegi í austri og eftir 2008 Miðhúsabraut að vestan og ofan en áður voru það Háubrekkur, neðstu hlíðar Súlumýrastallsins sem tóku eftir að efstu götum sleppti. P2020049Lundarhverfi reis að mestu á 8.áratug síðustu aldar og er að miklu leyti raðhúsa- og fjölbýlishúsabyggð. Hverfið heitir eftir húsinu á myndinni en það er býlið Lundur og stendur húsið við götuna Viðjulund en gatan er raunar aðkeyrslan og planið að Lundarhúsunum, sem annars standa húsin við Skógarlund. Lundur var reistur árið 1924 af Jakobi Karlssyni kaupmanni og bónda. Árið 1924 var þessi staður um 1500m frá þéttbýlismörkum Akureyrar en efstu hús bæjarins stóðu þá við Oddeyrargötu og Eyrarlandsveg og áratugum saman var Lundur úti í sveit. En Lundur er einlyft steinsteypuhús (gæti mögulega verið byggt úr r-steini) á kjallara með háu risi, gaflsneiddu og litlum bogadregnum kvisti á suðurhlið. Á vesturhlið er einlyft viðbygging úr steinsteypu, sennilega frá því eftir 1950. Sambyggt íbúðarhúsi voru mikil steinsteypt útihús, fjós var fyrir 20-30 gripi, hlaða og súrheysturnar sem nú eru horfnir. Í tíð Jakobs var þarna eitt stærsta kúabú við Eyjafjörð og var gripunum beitt á tún þar sem síðar varð Lundarhverfi. Síðar var þarna rekið tilraunastöð fyrir nautgriparæktun en öllum búrekstri var hér hætt um 1975, er Lundarhverfi var nánast fullbyggt. Útihúsin hafa í seinni tíð verið notuð undir iðnað og verslun, Hjálparsveit Skáta á Akureyri hafði þarna sína aðstöðu frá því um 1980 til 2000 og þarna var á tímabili hestaverslun en nú er þarna jógamiðstöð; svokallaður Orkulundur. Enn er búið í íbúðarhúsinu. Lundarhúsin eru glæsileg að sjá enda segir Tryggvi Emilsson í endurminningum sínum (1977:214) að búgarðurinn hafi verið [...] ein vandaðasta bygging sem þá hafði risið undir Súlutindum [...]. Þessi mynd er tekin 2.feb 2013.

Heimildir: Tryggvi Emilsson (1977). Baráttan um brauðið. Reykjavík: Mál og menning.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 419709

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 496
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband