Hús dagsins: Fróðasund 3

P1120046Ef talað er um "stór nöfn" í húsbyggingasögu Akureyrar á fyrri hluta 20.aldar er Tryggvi Jónatansson einn þeirra. Hann var um langt árabil byggingafulltrúi hér í bæ og teiknaði mörg hús í fúnkísstíl þegar hann var allsráðandi um 1935-50. Ægisgatan er t.d. að mestu leyti teiknuð af Tryggva. En þetta hús, Fróðasund 3, sem stendur aðeins fáeina metra frá Þjóðvegi 1 í gegn um Akureyri, Glerárgötu, er meðal fyrstu verka hans. En húsið var reist árið 1925 af Jónasi Hallgrímssyni. Ekki var það nú listaskáldið góða úr Öxnadal , (enda var þetta tæpri öld eftir hans dag) en þessi sami mun hafa reist Gránufélagsgötu 29 nokkrum árum fyrr. Fróðasund 3 var upprunalega einfalt og látlaust hús, einlyft steinsteypuhús með háu risi og mjög lágum grunni. Árið 1966 var húsinu breytt töluvert, byggt við það einlyft inngöngubygging á bakhlið auk bílskúrs og flatir kvistir á fram og bakhlið, einfaldur á bakhlið en sá á framhliðinni nær eftir allri þekjunni og munar raunar ekki nema nokkrum centimetrum að telja megi að risi hafi verið lyft. Kvisturinn mikli er mjög ráðandi í svipgerð hússins og dökkur litur undirstrikar það mjög. Í Oddeyri; Húsakönnun eru kvistir og viðbygging sögð bera húsið ofurliði. Líklegt þykir mér að ris hafi ekki verið innréttað sem íbúðarrými áður en kvistir voru byggðir og þáverandi íbúar hafi viljað stækka húsið um helming. Nú er húsið einbýli og hefur verið lengi. Húsið lítur vel, kvisturinn mikli gefur því mjög sérstakan svip. Það sómir sér ágætlega á þeim "opinbera" stað sem það stendur á, við fjölförnustu götu bæjarins og Þjóðveg 1, allir sem keyra beinustu leið gegn um Akureyri til eða frá Miðbæ eða gegn um bæinn sjá þetta hús. Umhverfi þess er líka í góðri hirðu, lóð er stór (á mælikvarða elsta hluta Oddeyrar) og vel gróin reynitrjám og ýmsum gróðri. Þessi mynd er tekin 12.janúar 2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 216
  • Sl. sólarhring: 220
  • Sl. viku: 747
  • Frá upphafi: 419689

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 610
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 169

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband