Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 20

Enn höldum við okkur við Eyrarlandsveginn og 201. P2230063Hús dagsins og næsta hús ofan við Eyrarlandsveg 16 er númer 20. Eyrarlandsvegur 18 er þá líklegast auð lóð sem notuð er sem innkeyrsla og bílaplan fyrir númer 16 og 20. En húsið reistu þau Jóhannes Jónasson fiskmatsmaður og Gunnlaug Kristjánsdóttir árið 1926 en hver teiknaði er mér ekki kunnugt um. Jóhannes lék einnig mikið Leikfélagi Akureyrar og var mjög vinsæll leikari á fyrri hluta 20.aldar; "heimsfrægur" á Akureyri Smile. En húsið er einlyft og háreist steinsteypuhús með háu risi með miðjukvisti og á háum kjallara. Steyptir þakkantar eru með bogadregnu skrauti á toppum, undir áhrifum frá Jugend-stíl en einnig forstofubygging og svalir á norðurgafli með svipuðu sniði. Skraut á steinsteypuhúsum var ekki algengt framanaf en þegar líða tók á 3.áratuginn fóru bogadregnir þakkantar, steypt kögur o.þ.h. að sjást í meira mæli enda smám saman komin reynsla á steinsteypuna sem byggingarefni. Þetta var þó skammlíft tímabil því fljótlega uppúr 1930 hóf Fúnkísstefnan innreið þar sem allt skraut og prjál var beinlínis bannað.  Gluggapóstar í húsinu eru margskiptir og mér dettur í hug að um upprunalega póstasamsetningu sé að ræða. Líkt og flest húsin við Eyrarlandsveginn er húsið vel byggt og vandað frá upphafi og hefur alla tíð hlotið gott viðhald. Húsið er eftir því sem ég best veit einbýli en mögulega gæti verið lítil íbúð í kjallara. Þessi mynd er tekin 24.febrúar 2013.

Heimildir: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband