Hús dagsins: Hríseyjargata 9.

Hús þessa kjördags til Alþingis er 85 ára timburhús við Hríseyjargötu. P1120042En hún er neðsta íbúðaþvergatan sem gengur norður úr Strandgötu- og einnig sú langyngsta- hún er að mestu byggð 1920-45 á meðan næsta gata ofan við Grundargata, Norðurgata (að Eiðsvallagötu) og Lundargata eru að stórum hluta byggðar á tveimur síðustu áratugum 19.aldar.

En Hríseyjargötu 9 byggði Lárus Hinriksson árið 1928 eftir teikningum Halldórs Halldórssonar. Húsið gæti hafa átt að vera steinhús upprunalega en á þessum tíma hafði dregið mjög úr byggingu timburhúsa- þó auðvitað hún hafi aldrei lagst af. En húsið er einlyft timburhús á lágum steyptum kjallara og með háu risi. Einlyft bygging er á norðurbygging, hvort hún er upprunaleg eða ekki er mér ókunnugt um en á risi er stór miðjukvistur á framhlið og minni kvistur á bakhlið. Húsið er bárujárnsklætt og gæti hafa verið svo frá upphafi en á þeim tíma sem húsið var byggt var mikið farið að járnverja eldri timburhús. Í Húsakönnun Guðnýjar Gerðar og Hjörleifs (1995) er húsið sagt sérstakt fyrir þær sakir hversu seint það er byggt, en á þessum tíma þ.e. 1928 var steinshúsabygging nánast alls ráðandi. Sennilegt er að eldhræðsla hafi haft eitthvað um það að segja að timburhús urðu óvinsælli, en árin 1901-1912 urðu t.d. þrír "bæjarbrunar" á Akureyri og ýmsir stórbrunar víða um land. Á þessum tíma voru eldvarnir auðvitað mjög frumstæðar- ef þær á annað borð voru til staðar- og ef kviknaði í timburhúsi var næsta líklegt að eldurinn læsti sig í næsta hús og svo koll af kolli. Járnklæðningar og steinskífa utan á húsum gátu þá skipt sköpum. En aftur að húsinu. Hríseyjargata 9 er einfalt og látlaust að gerð, snyrtilegt og í góðri hirðu. Sama á við um lóð og umhverfi hússins. Í áðurnefndri Húsakönnun er sagt að gluggum hafi verið breytt, en nýlega hefur verið skipt um glugga og settir sexrúðupóstar sem líklega er í samræmi við upprunan. Húsið er einbýli og hefur alla tíð verið og ekki mun húsið hafa skipt oft um eigendur. Þessi mynd er tekin 12.janúar 2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 741
  • Frá upphafi: 419877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 586
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband