Hús dagsins: Lundargata 7 (og Gránufélagsgata 10)

Lundargötu 7 byggði Ólafur Jónatansson járnsmiður árið 1895.P5050003 Þá var húsið einlyft timburhús með háu portbyggðu risi. Hann bjó í húsinu en byggði einnig smiðju á lóðinni sem kölluð var Svartiskóli. Hvort að sú smiðja rann svo inn í miklar viðbyggingar við húsið eða hvort hún vék er ég hins vegar ekki klár á. En smiðjan varð síðar íbúð og einhverntíma mun einnig hafa verið járnsmiðja í framhúsinu.  En a.m.k. fjórum sinnum hefur verið byggt við framhúsið, fyrst er talað um steinsteypta viðbyggingu árið 1913 og er þá risinu líklega lyft um leið að aftan. 1931 var svo enn byggt við húsið og nú einlyftur steinsteyptur skúr á bakhlið. Það vakti athygli hjá mér þegar ég athugaði sögu hússins að það liðu ævinlega 18 ár á milli byggingaráfanga, þ.e. framhúsið byggt 1895 og bakbygging 1913-átján árum síðar og næsta bygging 1931- átján árum þar á eftir. Þangað til síðasti áfanginn, einlyft steinsteypt hús með söðulþaki var byggt sambyggt húsinu, en það hús var reist 15 árum eftir áfangan á undan, eða 1946. Það var reist sem þvottahús fyrir Þvott h/f. Það hús telst núna síðustu árin til Gránufélagsgötu 10 enda er aðkoman að húsinu Gránufélagsgötu megin. Yngra húsið er sem áður segir einlyft steinsteypuhús með söðulþaki og er mikið stærra hús að grunnfleti en framhúsið. Ég taldi ófært annað en að mynda bæði húsin en fjalla samt um þau sem eina sambyggða heild. Framhúsið er nú einlyft með portbyggðu risi sem búið er að lyfta að aftan. Það er klætt steinblikki, þ.e. elsti hlutinn sem er timburhúsið frá 1895. Hinar byggingarnar eru steinsteyptar. Lundargata 7 hefur alla tíð verið íbúðarhús og um tíma járnsmiðja en hversu margar íbúðir hafa verið í því er ég ekki klár á. Í næsta húsi við hliðina, Lundargötu 5, sem er ekki stærra hús að flatarmáli  voru um tíma fjórar íbúðir og vel gæti verið að á fyrri hluta 20.aldar hafi nokkrar fjölskyldur búið þarna í einu. Það er eiginlega tilfellið með mörg þessi hús  sem ég fjalla um hér að þau hafa óskaplega mörg ár fram yfir mitt minni- og ekki ratar allt í söguheimildir! Wink Núna er húsið hinsvegar einbýli og hefur verið síðustu áratugi. P5050004Af bakhúsinu er það hins vegar að segja að eftir að það var lengi vel félagsheimili, "Hús aldraðra" eftir að það lauk hlutverki sínu sem þvottahús- en vel gæti verið að það hafi þjónað öðrum hlutverkum í millitíðinni. Verkalýðsfélög höfðu þarna aðsetur eftir miðja öldina og og kallaðist húsið þá Alþýðuhúsið eða Allinn og var einn helsti dansstaður Akureyringa.  Eða þar til að að Sjálfstæðishúsið, Sjallinn var tekinn í notkun árið 1963. Síðasta áratuginn hefur hinsvegar verið veitingahúsastarfsemi í húsinu. Bæði húsin virðast í góðu standi og hafa nýlega (á sl. áratug)  fengið einhverja yfirhalningu að utan og innan. Þessar myndir af húsunum tók ég sl. sunnudag 5.5.2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 180
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 419653

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 588
  • Gestir í dag: 152
  • IP-tölur í dag: 150

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband