Hús dagsins: Grundargata 4

Við höldum okkur í Grundargötunni og tek ég hana fyrir í númeraröð.P6060004 En Grundargata 4 var byggð sem pakkhús eða geymlsuhús árið 1902, af athafmanninum J.V. Havsteen í Strandgötu 35 sem stendur einmitt á horni þeirra götu og Strandgötu. Fljótlega keypti Guðmundur Guðmundsson húsið og breytti því í íbúðarhús og mun það mjög snemma hafa orðið tveir eignarhlutar. Guðmundur nefndi húsið Blárófu, og skyldi þá ætla að húsið hafi verið blátt að lit í þá daga. Upprunalega mun húsið hafa verið einlyft timburhús á steyptum kjallara með portbyggðu risi en líkt og húsið á móti, nr. 3 má sjá á húsinu sögu mikilla stækkana og breytinga. Stærstu breytingarnar á húsinu munu hafa orðið 1926 en þá var risi lyft að aftan og byggð einlyft viðbygging á sömu hlið en síðar var einnig byggð forstofubygging á suðurgafl. Nú er húsið járnklætt með þverpóstum í gluggum og tveimur litlum kvistum á risi sem líklega komu frekar snemma. Grundargata 4 er nú parhús og hefur verið í áratugi  eða því sem næst frá upphafi en líklegt þykir mér að fyrir 1930 hafi búið þarna fleiri en tvær fjölskyldur. Þessi mynd er tekin 6.júní 2013. Í næsta pistli mun ég taka fyrir Grundargötu 5 en einnig endurbirta pistla um númer 6 og 7.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði nú tekið ruslið við vegginn og fært bílinn ef ég hefði vitað af þessari myndatöku :-) Gaman að þessu hjá þér.

Gunnar Möller (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 489
  • Frá upphafi: 417710

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband